Færsluflokkur: Bílar og akstur

Rallýsíson 2009

 Fyrsta rall 2009  Fyrsta rall ársins fór fram um miðjan maí og eknar voru leiðir á þingvöllum og þar í kring JBleiki kom vel undan vetri og lítið þurfti að gera nema skipta um eina spindilkúlu og skipta um olíur. 

Breytingar hafa orðið á liði team-pinky en liðstjórinn og maðurinn sem er smiðurinn og hönnuður bleika barnsins er ekki lengur með eins og lífið gengur og gerist og var hugmyndin að setja rall á hold og selja barnið, en þar sem ég sat inn i skúr og horfði á þetta bleika undur þá áttaði ég mig á því að svoleiðis gerir maður ekki.. fólk selur börnin sín í þriðja heiminum og ég er ekki þar. Sjá hvernig allt mundi ganga án mannsins sem séð hafði um allt, keyra bara jafnt og þétt og stóráfallalaust og ná sér í kílómetra og æfingu.

 Þá var hugmyndin að keyra bara Sauðárkrók- svo að keyra fyrsta rallið og Sauðárkrók – og svo að keyra þessi tvö og alþjóða ef maður ætti péning og og og ... haha sjáum hvernig þetta fer ! Næsta stóra breytingin var á kóarasætinu en ein af mínum bestu vinkonum og jafnframt kærastan hans  Heimis sem er klárlega einn af bestu kóurum landsins hún Tinna settist í sætið en þessi stelpa er búin að fylgjast með ralli heillengi og kóaði Valda á imprezu til sigurs í haustsprett á síðasta ári. 

brosandi í fyrsta ralli sumarsins

 Ingólfur og Kjartan hjá GK viðgerðum í mosó stóðu við bakið á okkur eins og í fyrra fyrir þessa keppni og hjálpuðu okkur með það sem þurfti að gera fyrir rallið. Þannig að meðan að loftsíjan var hreinsuð og  skipt um spindilkúlu þá tættum við Heimi og Tinna gamla límmiða af bílnum og rifum pönnuna undan skiptingunni til að tappa af henni. Jæja þá var að hendast til að skoða og hita okkur báðar upp sem gekk allt saman voða voða vel J  

Mættum eldsnemma  upp að Hengli og keyrðum hann með bros á vör. Færðum okkur svo á Lyngdalsheiðina og keyrðum hana með miklum sóma á 30 sek betri tíma en ég fór hana á í fyrra J  Marri bróðir er kominn á þennan líka oofur cherokee. Aðeins eldri en bleiki en eftir dash af vinnu og einstöku handbragði Kidda sprautara er bíllinn orðinn rétt rúmlega snyrtilegur og eiginlega bara hrein fegurð :D   

Þegar fyrstu 2 leiðarnar voru búnar var 1 sek á milli okkar systkyna  en hinsvegar  var bíllinn hans Marra bilaður og gekk ekki hálfan snúning þegar farið var upp  á Tröllháls.  Við keyrðum eina ferð um Tröllhálsinn og færðum okkur svo upp að Uxahryggjum þar sem tvær fram og til baka ferðir voru eknar. Þegar þessu var lokið  hafði Marri bróðir dottið út og annar Tomcat og hinn Tomcat lenti í bilunum og tapaði hellingstíma en  bleika barnið var sem hressastur þrátt fyrir heldur klaufalegan útafakstur á Uxahryggjunum og stóðum við stelpurnar því í fyrsta sæti þegar Hengill og Gufunes -sem var keyrt öðruvísi en venjulega og keyrðu allir í halarófu og ræstu svo inn á leið og ég mundi ekki eftir einni beygju og hló svo mikið að Tinna heyrði ekki í sjálfri sér, svo héldum við að við værum komnar fram hjá flaggaranum sem var svo bara langt í burtu þannig að Tinna gargar allt í einu "ÞARNA ER FLAGGARINN!" - og við grétum úr hlátri! haha en við ókum þessar  leiðir jafnt og þétt og tryggðum okkur sigur í fyrsta ralli sumarsins J

 

c_documents_and_settings_guest_my_documents_my_pictures_bleiki_4485_1162634024540_1188518343_474327_3617233_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja úr því að svona vel gekk í fyrsta rallinu kom náttúrulega ekki annað til greina en að keyra rall nr 2 um Suðurnesin. hinsvegar kom babb í bátinn og gátu Suðurnesjamenn ekki séð sér fært að halda rallið en það kom upp á síðustu stundu og gafst því ekki tími til að setja saman annað rall á núll einni. en hópur snillinga settu saman Hamingjukvöld BÍKR upp á rallýkrossbraut þar sem allir fengu að spóla í hringi og svo var grillað og étið og sungið og drukkið :) ekkert smá gaman! Við Tinna mættum með bros á vör ásamt Bleika barninu og byrjaði ég á að setjast með Marra í við tinna á rallýkrossbrautinni skælbrosandi!cherokeeinn hans til að sjá nú aðeins brautina sem ég hafði aldrei keyrt áður, það var ekkert smá gaman en í leiðinni fékk ég þennan líka massífa sviðsskrekk og ætlaði nú ekki að farað gera mig að fífli með ömmulegum klaufaakstri en eftir smá tiltal þá skelltum við Tinna á okkur hjálmum og keyrðum nokkra hringi í brautinni og vííí hvað var gaman og við náðum meirað segja besta tíma af jeppunum samkvæmt eikkurjum klukkum :P hahah dekkjavæl og stuð :P tók svo Gumma litla bróður með tvo hringi og hann tók bara af sér hjálminn eftir hringina og kallaði mig stórklikkaða og hristi hausinn! hahahaha. svo tók bara við heitapottadjamm fram eftir morgni ;)

en jæja nú var barað bíða eftir þriðja rallinu um Snæfellsnes. mikið var lagt í undirbúning og komu endalaust af upplýsingum löngu fyrir rall og allt leit út eins og blómstrið eina alveg þar til veðurguðirnir s*i*tu í heyjið sitt og vegirnir voru gegnsósaðir af drullu og upp á heiðum var snjór en þá var barað hoppa yfir í plan B og nokkrir snillingar settu saman Snæ-Djúp rallið sem hljómaði upp á tvær ferðir ísólfskáli-djúpavatn- kleifarvatn og eina ferð öfugt og svo eitt kleifarvatn í lokin. stutt rall í mínútum út af litlum ferjuleiðum og fáum sérleiðum en langt rall einmitt út af fáum sérleiðum því hver leið var ansi löng. ´

Danni hafði farið með  mér upp á Djúpavatn til að sýna mér línur og smíða nýjar  nótur af því eftir mikið væl í mér að gömlu nóturnar væru krapp. ökuskóli Daníels var alveg að meikaða og fékk ég nýja sýn á þessa leið og ekkert smá hvað munar að vera með réttar línur. blaðsíðnafjöldinn fór úr 2 um hálfri blaðsíðu í 5 og því var nóg fyrir Tinnu mína að lesa þegar kom að Djúpavatnsralli ;) gerðar voru líka misheppnaðar tilraunir með rallýdekk undir bleika og var sú speki lögð ansi hratt á hilluna :)

Stuð við þessa keppni var líka að við rallýsystkynin vorum mætt öll þrjú þarna undir stýri í sama flokknum en hann Daníel hafði eignast eitt stykki hilux og ákvað að mæta á honum galvaskur með hana Gerðu ljósmyndaravinkonu okkar sér við hlið  :) 5248_1185401753719_1188518343_552365_8376053_s

 5248_1185548837396_1188518343_553319_6061593_n                                                                                                Danni og Gerða

                          á ofur hælúx

 

 

 Marri og Jónsi á sínum fagra Sjérljótskí eins og þeir kalla hann svo skemmtilega sjálfir :)

 

Við mættum við byrjun sérleiðarinnar snemma um morguninn í óttalega hráslagalegu veðri og báðar vorum við með óttalega drullu í maganum yfir þessu.. langar leiðar og djúpavatn verður hrikalega sleipt ef færi nú að rigna.  en fyrsta sérleiðin gekk gjörsamlega eins og nýsmurð klukka fyrir sig, fyrir utan smá útafakstur í kókópuffsinu í seinustu beygjunum á Kleifarvatninu þar sem við sprengdum dekk á ljótum stein.img_4741 Bleiki var æðislegur með nýja dempara og ég hafði ekki tímt að klaupa mér  ný dekk fyrir keppnina þannig að hringt var í hann  Sigga Óla sem lánaði okkur  dekkjaskurðargræjuna sína og við Tinna skárum í dekkin alveg hægri vinstri út og suður og hahaha váá fáránlegt hvað þetta gerði! þannig að við komum út af fyrstu leið á tímanum 25,50 sem var 13 besti tíminn af 19 keppendum. Danni og Marri höfðu stungið okkur slatta af, Gummi og Darri á Tomcat þrruuuumuðu út af við enda Djúpavatns og voru úr leik og við höfðum tekið 9 sek af Steina og Andra á hinum Tomcatinum.

                            Jói hjá mjög sprungna dekkinu:)

5248_1185400633691_1188518343_552339_7292819_n

smá asi á okkur á klöppunum :P

Fullar sjálfstrausts með bros á vör og hjarta lögðum við af stað á SS 2 og úff hvað rigndi! drullusvað og fínerí en dekkjaskurðarúbídúbíið okkar var klárlega að virka, það tók mig smá stund að átta mig á því að ég væri ekki að farað renna og slæda í drullunni eins og ég bjóst við og ekki sprengdum við dekk en færið var ansi mikið verra og við komum út af leið 2 á tímanum 26,09 og höfðum því misst þriðja sætið okkar til Tomcat manna. okkur langaði mjög að ná þriðja sætinu og raða okkur systkynum sem sagt í fyrstu þrjú sætin. og jæja þá var að spíta píínu í.. ekki of mikið því þá fer allt í vol en bara svona smá. ég var mjööög hress fyrir leið þrjú því  mér finnst djúpavatn frá Rvk mikið img_4774skemmtilegra og kann það mikið betur.  við keyrðum Kleifarvatnið mjög seif en gáfum okkur vel í Djúpavatnið og stuttu eftir vatnið sjálft fórum við að sjá í bílinn fyrir framan okkur og vorum komnar að honum stuttu seinna. við afleggjara Djúpavatns - Ísólfsskála tókum við framúr og keyrðum Ísólfskálann til enda eins og fínar konur á tímanum 26,13 eða 9 besta tímanum og þarna höfðum við minnkað bilið milli okkar og Tomcat manna þannig að 9 sek skildu okkur að.. og jeijj.. eitt Kleifarvatn eftir.. ég taldi þetta ómögulegt með öllu þar sem ég og Kleifarvatn eigum enga samleið og höfum aldrei átt.. þoli ekki svona hraðaleiðir og segi alltaf við fólk sem finnst kleifarvatn æðislegt að það ætti kannski barað fá sér kvartmílubíl.. en jæja við keyrðum hratt þar sem við þorðum og hægara á skerí köflunum og                 Bleiki bíllinn og Bleika rútan :D                  komum út á tímanum 4,10. þarna vissum við ekki upp á hár hvað hafði munað en ég hélt það væri nær 13- 15 sek og þegar Andri sagði mér að þeir hefðu tekið 4-21 yfir þá sagði égimg_6013 bara djöööfullinn, þið eruð að ná okkur með einhverjum 3 sek eða eitthvað! en hún Tinna mín var ekki alveg á þessu og á leið um krísuvíkurveginn fór hún að reikna og benti mér á að við hefðum nú líklega náð þessu og váááá píkuskrækirnir inní bleika bílnum! sææælll! hahaha . svo fengum við þetta staðfest þegar Danni kom og keyrði við hliðiná okkur með Jóa sér við hlið og þeir görguðu til okkar að við hefðum náð þessu með 2 sekúndum:)  þá var samansöfnun á plani hjá europris í hafnarfirði þar sem við knúsuðum alla í drasl og fengum bikar og alles aðra keppnina í röð  :D

 

 knús á Tinnu mína sem las í öðru rallinu sínu með mér gjörsamlega gallalaust leiðir upp á 7 þéttskrifaðar blaðsíður, bremsaði mig niður og sagði mér að standann. knús músin mín!img_5991

annað knúsið fá svo úlli og co sem skiptu um dekk hjá okkur eftir fyrstu ferð á met tíma

og svo náttúrulega frábæri servisinn okkar, jói, Ingó, Gulli, Ingó yngri og og og ALLIR hinir ;)

takk keppnishaldarar fyrir skemmtilega keppni :D

Takk Elvar Örn og Gerða fyrir myndirnar!

 Ásta Sigurðardóttir

Skagafjörður kemur svo inn á næstu dögum ;)


Sauðárkróksrallý- myndir

myndir frá Gerðu snilling eru komnar í myndaalbúmið síðan á Sauðárkrók!

rallið, í kringum rallið og djammmyndir!

njótið vel

Ástan

 


Skagafjörður, æðisleg helgi frá upphafi til enda

 Góða kvöldið!

Eins og menn vita fór Skagafjarðarrallið fram á laugardaginn og voru 17 keppendur skráðir til leiks.

Við Steinunn fórum af stað á fimmtudagskvöldinu í kringum 11 leitið og kúrðum okkur saman í tjaldvagninum hjá Heimi og Tinnu í miklum makindum til hálf tíu á föstudagsmorgun. Við stelpurnar fengum lánaðan pæjeroinn þeirra til að skoða á og rúlluðum upp á mælifellsdal. þar vorum við í mikilli veðurblíðu að keyra og laga til nótur og spekjast yfir þessu öllu saman í heila 7 klukkutíma. mér leist ágætlega á þetta allt saman en hafði þó smá hnút í maganum því leiðin er löng og trykkí, hægri yfir hæð, vinstri yfir hæð, beint yfir hæð.. mikið blint og leiðin leifir ekki mistök í stærri kantinum, og sumstaðar engin mistök yfir höfuð. en skoðunin gekk fínt og við gátum rúllað sáttar inn á krók um kvöldið.

þegar boddý vinnan hafði verið gerð á  Bleika þá var farið í að reynað finn út úr því afhverju hann er búinn að vera leiðinlegur í ganginum, sí fúskandi, skipti sér ekki rétt og var bara hundleiðinlegur og vann ekki eins og hann átti að gera. Steinar fór og prófaði bílinn og mældi í honum bensínþrýstinginn ásamt Elvari bróður sínum og í ljós kom að hann var einfaldlega ekki að fá nóg bensín. þá var bara tvennt í stöðunni: bensínsía eða bensíndæla. þar sem sían kostar um tvöþúsundkall en dælan um sjötíu þá var ákveðið að skipta um hana fyrst. þetta var á fimmtudegi fyrir keppni. ég fór í tvígang í N1 til að fá síu en fékk afgreitt vitlaust í bæði skiptin og því þurfti að mixa síuna í. þegar það hafði loks tekist var farið út að prófa og ekkert hafði breyst. þegar ég fór út úr bænum um kvöldið var því Steinar og Ingólfur með bílinn upp á lyftu að rífa undan honum tankinn til að skipta um dælu.

Steinar, Ingó og Grímur komu seint á föstudagskvöldið og þá fékk ég rétt að keyra bílinn en ég hafði ekkert keyrt hann eftir veltuna nema úr skoðuninni. og bíllinn var í einu orði sagt æðislegur, vann loksins eins og hann átti að gera og var algjör ljómi.

á laugardagsmorgni var svo vaknað og allt gert reddí, keyrt út á parc ferme og ég læt það vera að ég hafi verið úber hress, var eiginlega stressuð. en ég var löngubúin að ákveða að ætlað keyra þetta algjörlega á mínum hraða, engin læti.

það var svo ræst út af vörumiðlunarplaninu þar sem parc fermið var klukkan níu og keyrt upp á dal. við ræstum af stað og bíllinn var rosa fínn nema skipti sér oft á tíðum ekki niður þannig að það gerðist stundum lítið þótt ég stigi hann í botn. en við tókum engar beygjur á siglingunni og það var vel slegið af fyrir allar beygjur og við stelpurnar skiluðum okkur sáttar í mark á tímanum 19:39. ingó og Steinar löguðu pikkið og við lögðum sáttar með lífið af stað eftir viðsnúning upp á dal eftir smá mat í magann og strákarnir ströppuðu bleikan bangsa sem hafði verið keyptur á leiðinni í bílinn sem happa.

2709129255_d3617af3ee_m

  en á leiðinni niðurettir þá var bíllinn undarlegur. var meira og minna í 1500 snúningum og vann ekki neitt, ég var með hann í botngjöf nánast alla leið og ekkert gerðist. þannig að ég kom með skeifu í mark eftir leið númer2 á tímanum 20:05 og sagði að billinn minn væri bilaður. en Jói, Vignir og Gulli ásamt fleirum þurftu ekki að spekjast í húddinu lengi til að finna það út að einhver bensín barki var slitinn þannig að hann fékk ekkert bensín (hvað er þetta með mig og einhver bensíntrobbúl) en það var lagað í einum grænum, bleiki óhappabangsinn slitinn úr, ég prófaði aðeins bílinn og úff.. hann var æði..

 2710159892_911c8efbd3_m

 

þannig að við lögðum af stað inn á leið númer þrjú, búnar að hrista úr okkur veltu skrekkinn og pússa okkur saman og ég man ég hugsaði fyrir þá leið; Steinar og Ingó sögðu að eina leiðin til að hafa bílinn góðan er að hafann alltaf á gjöf, ég hafði aldrei þorað að hlusta á þetta EN ákvað að prófa þarna, góða skapið var að komast á skrið og tilgangur minn í ralli ; að hafa gaman að því, var að taka yfir. og eins og svo oft áður þá höfðu strákarnir hárrétt fyrir sér og bíllinn var eins og járnbrautarlest ef maður bremsaði bara aldrei of lengi, bara bremsa fyrir beygjuna og svo allt í botn á leiðinni úr beygjunum, í þessari ferð þá skrikaði hann ekki einu sinni, áttum eitt obbosí móment þegar við komum vitlausu megin yfir hæð en það skít slapp allt saman og váá þetta var geðveikt! ég var svo mikið að einbeita mér og það var svo heitt í bilnum að svitinn var farinn að leka niður í augu! ég get staðfest það að seint er hægt að finna hamingjusamari manneskjur en okkur þegar við vorum flaggaðar út.  ég gat varla talað.. babblaði bara , þetta var geðveikt! þetta var geðveikt! og tíminn var í samræmi við það eða 17:58 eða rúmri einni og hálfri mínútu fljótari en í fyrri ferðinni.

þegar við höfðum nokkurnveginn náð okkur niður og vorum búnar að knúsa servisinn okkar í drasl af hamingju (mér líður eins og einhverri pollýönnu hérna) þá lögðum við af stað á seinustu mælifellsdalsferð með það í huga að klára. allt í rólegheitunum. það var reyndar svoo gaman að það mottó gleymdist hratt og ég keyrði alveg eins hratt og ég mööögulega þorði og var líka tvisvar komin í einhver rassaköst en það reddaðist. náði að veifa Danna og co sem voru að taka myndir og allt var í blómstri þangað til við komum að "varúð blindir hægri 2 á hæð" (sem er sem sagt ansi kröpp hægri beygja fyrir þá sem þekkja þetta ekki) og ég bremsaði of mikið og of lengi og það skilaði okkur beint út af yfir grjót og fínerí en inn á veg aftur héldum við. við kláruðum leiðina á 18:08 eða næstum 2 mínútum betri tíma en í fyrri ferðinni. aaalsælar og ást mín til bleika barnsins míns var orðin upp til túngslins og aftur tilbaka. 2710156422_d8304988bc_m

nú var barað dóla sér inn á sauðárkrók aftur til að taka tvær innanbæjarleiðar. strákarnir kíktu á bílinn fyrir þær og löguðu bremsudót sem hafði laskast í útafakstrinum, þær voru reyndar ekki eins góðar eins og áður, ansi stífar en virkuðu fínt. við vorum út um allt á innanbæjarleiðunum og fórum meirað segja útaf,, tvisvar í seinustu beygjunni á seinustu leiðinni. en þetta var æði og við hlógum allan tímann!

hérna er vídjó af Eriku, Heiðu Karen og Jóhanni sem voru klárlega miklir aðdáendur okkarLoL

2710162190_a43a675f6e_m

 

 

svo tók bara við sturta, lúll, og að lokum brjálað djamm á króknum. alltaf sofna ég strax eftir röll og er ónýt úr þreytu.. nema á sauðárkróki.. fór ekki í háttinn fyrr en að verða 7:D haha

takk til allra sem komu að rallinu, sem tímaverðir, flaggarar, strjórnendur og allt annað! æðislegt að sjá nýtt og ekki nýtt fólk í þessu og æðislegt að sjá hvað undirbúningurinn var góður, klukkur í lagi, allir tímaverðir merktir með nafni á gulu spjaldi þannig að það var aldrei ves að sjá hver væri að vinna, fundur á föstudagskvöld þar sem ýmislegt var tekið fram og fólk gat spurt ef eithvað var. allir keppendur fengu frí tjaldsvæði og svo var frítt í sund eftir rallið fyrir okkur öll saman, algjört æði. maturinn var  rosalega góður, gaman að hafa einmitt verðlaunaafhendingu svona um kvöld yfir borðhaldi þegar maður er búinn að þvo af sér og svona. ég var nú svo ekki mikið á ballinu nema rétt í endann og buff meðlimir voru algjörlega að trilla líðinn. allir töluðu um að þetta sé besta ball sem þeir hafi lengi farið á.

Ingó,Steinar,Grímur og Jói eiga ást mína alla eftir helgina. þvílíkir snillingar fyrir allan peninginn. og ekki möguleiki að finna betri félagsskap enda djömmuðum við hressilega saman og ég man ekki eftir boring mómenti í svona félagsskap. auk þess kom Dabbi til okkar í djamm á laugardagskvöldið en hann er kenndur við dekkjaverkstæði mosfellsbæjar og hefur séð um umfelganir og allt sem snýr að dekkjum bílsins! Danni,Lísa,Gerða,Davíð og Erika voru svo með á króknum þannig að annsi fáa vantaði í vinahópinn enda voru Marri bróðir og Jónsi á svæðinu og Heimir og Tinna og Pétur og og og.. endalaust af Besta fólkinu:D:D:D

að lokum skal renna aðeins yfir rallið í heild sinni og úrslitin.

Siggi og Ísak unnu rallið

Jónbi og Boggi urðu í öðru, þeir sprengdu á mælifellsdal og töpuðu slatta tíma.

fylkir og Elvar í þriðja, 2716526459_e4dcfb5874_m

valdi og Ingi í fjórða, voru ekkert smá flottir á innanbæjarleiðinni, þvílíkasta slæd sem ég hef séð held ég framkvæmt þar. hægt er að fylgjast með þeim á www.valdi.is  hellingur af myndum þar!2709607069_2abe7eb8f6_m

 

 palli og alli í fimmta,

pétur og Heimir í sjötta en þeir sprengdu hressilega dekk og töpuðu miklum tíma.2709549687_6cba05a471_m

 

þar á eftir kom svo Jói og Björgvin í sjöunda, Himmi og kiddi í áttunda og 1 sæti í jeppaflokki:) til hamingju með það:)

 

 2716524047_3d9ef9dc77_mníunda sætið áttu svo gunnar og jóhann á fokus og þeir unnu 2000 flokkinn. til hamingju! þei eru með síðuna : www.teamseastone.blog.is

 

 

 

tíunda voru svo ólafur og ástríður og þau unnu 1600 flokk, ég held ég sé að fara með rétt mál að þau, og allavegna ástríður var að keppa í sinni fyrstu keppni og ég veit að mælifellsdalurinn er langt því frá að vera sá auðveldasti í lestri og vil ég endilega óska þeim innilega til hamingju með sigurinn!

úlli og hvati áttu svo ellefta sætið en þeir veltu á leið 2 en lentu á hjólunum og náðu að halda áfram.2717340512_7703cacccb_m

 

kjartan og ólafur á corollu urðu svo í tólfta og öðru í 2000 flokk. 2709126699_4ded09e480_mflott mynd af þeim var tekin í gegnum hliðið upp á dal. hægt er að fylgjast með þeim á www.kappakstur.com

næst komum við skvísurnar svo í 13 sæti :D

Maggi og Guðni í fjórtánda,  óskar og Benedikt í fimtánda en þeir sprengdu á þriðju ferð um mælifellsdalinn, og síðast en ekki síst voru þeir einar og kristján á sunny.

Marri og Jónsi duttu út með vasskassa vesen :( en voru þó úber hressir á ballinu á kvöldið og létu þetta ekkert standa í vegi fyrir brosi og djammi um kvöldið:D

Elvar örn sem er með síðuna www.flickr.com/photos/elvarorn á heiðurinn af öllum myndunum hér. en fullt af endalaust flottum myndum er að finna á síðunni hans.

ég vona að þetta sé allt voða fínt og rétt hjá mér! annass leiðréttið mig.

takk fyrir helgina allir saman

takk þið sem nenntuð að lesa þetta allt

Ásta Sigurðardóttir

 

 


Myndir Myndir

 

Myndir eru komnar í myndaalbúmið! frá fyrstu tveimur röllunum.

Gerða ofur snillingur á heiðurinn af þessu öllu saman! kyssss og kkkknnnúússs

endilega kíkið !

http://team-pinky.blog.is/album/

Njótið

 

Ásta


mælifellsdalur, here I come!

stoltar stelpur 

góðan daginn góðir hálsar, og búk-restar.

núna er kominn fimmtudagur og þar af leiðandi aðeins örstutt stund í að laugardagurinn líta dagsins ljós. en Skagafjarðarrallið hefst þann ágæta dag um 9 leitið á staðaltíma.

kraftaverkahlutir hafa gerst á undanförnum vikum í cherokee og mætti bíllinn tilbúinn í keppni (eða svo til) í keppnisskoðun í dag sem ótrúlega fallega bleikur pickup. Hann er svo yndislega mikið barbí að það er æði. mig langar mest til að kúra í honum þangað til að keppnin hefst.. en körfustólar eru ekki góðir svefnstaðir svona í lengri tíma. haha.

góði fallegi maðurinn minn á allan heiður skilinn af verkinu að vanda ásamt einstaklega fríðu föruneiti sem hafa lagt hönd á plóg í endurbyggingu bílsins. allt frá því að rífann og þrífa eftir veltuna, smíða pallinn, spasla, mála, skipta um rúðu og endalaust er hægt að telja.

ég hlakka endalaust til að fara norður. mælifellsdalurinn er mín uppáhaldsleið, allavegna sem kóari og vonandi sem keyrari líka. ég hef pantað mjög gott veður og vonandi gengur það upp eins og á snæfellsnesinu um daginn. ég hef ákveðið að láta "sigra heiminn" þemað mitt úr síðasta ralli á hilluna og koma bilnum all svakalega heilum í mark klukkan 16:30 á laugardaginn. þetta verður tekið í jólagírnum með bros allan hringinn:)  eftir rallið er svo matur og ball með bandinu BUFF á eftir svo ekki spillir það fyrir!

17 áhafnir eru skráðar í leikinn og þar af erum við 4 í jeppaflokki sem er 3 meira en ég bjóst við. en enginn jeppi var í síðasta ralli um snæfellsnesið og ég var farin að halda að ég yrði alein á sauðárkróki en svo er ekki. Himmi sem er íslandsmeistari í flokknum síðan í fyrra mætir auk Úlla og Hvata sem ég hef heyrt talað um í gegnum tíðina en aldrei séð, en þeir koma á pæjeró. hvíti cherokeeinn er svo fjórði bíll. gaman gaman

ég segi bara við BREAK A LEG til áhafnanna í rallinu!

hlakka til að sjá ykkur á króknum:)

Ásta Sigurðardóttir

 

 


Snæfellsnes- óvænt kóarastarf- gaman gaman

 

Góðan og margblessaðan daginn!

 

Síðastliðinn laugardag fór fram Snæfellsnesrallið þar sem voru keyrðar nýjar leiðar á gullfallegum degi.

Ég ætlaði nú að farað horfa á og taka vídjó af herlegheitunum þangað til ég fékk heimsókn  í vinnuna á föstudeginum rétt fyrir þrjú. Þar var hann Marri bróðir minn hress eins og venjulega en þó ekki alveg því hann var kóaralaus fyrir rallið daginn eftir og spurði mig þar af leiðandi hvort ég væri til í að skella mér með honum í ofur 5-u og lesa nokkrar leiðarnótur. Mér finnst fátt skemmtilegra en skyndiákvarðanir og þurfti ekkert að hugsa mig neitt um með það en fékk þó dash í magann í augnablik þar sem við vorum ekkert að farað keyra Djúpavatn eða kleifarvatn í 100 skipti í sumar heldur leiðar sem ég og Steinar keyrðum einu sinni yfir í september í fyrra og  að hluta til í myrkri,  við Marri höfðum aldrei setið saman í rallýbíl og höfðum ekki skoðað neitt saman..en jæja.. ég fékk að fara fyrr úr vinnunni og beint að prenta út leiðarnótur og taka saman rallý dótið, fá diskinn með leiðunum síðan í fyrra og við Heimir settumst niður og horfðum á tvær leiðar saman og bárum saman nótur. En þá var klukkan orðin 23 og ég ákvað að í staðin fyrir að horfa á vídjó alla nóttina eins og ég ætlaði að gera þá fór ég að sofa til að vera nú ekki með slef og hor daginn eftir. Ég vaknaði klukkan 6 á laugardagsmorguninn og ég, Marri, Heimir og Tinna rúlluðum af stað á Stykkishólm í heldur þungbúnara veðri heldur en hafði verið spáð sem létti þegar nær dró að hólminum.

Þetta var rosalega skemmtilegt þótt ég hafi bölvað því nokkrum sinnum að hafa ekki haft betri undirbúning.. ég hreinlega mundi bara ekki eftir NEINU frá þessum leiðum og svo voru þessar blessuðu nótur okkar Steinars alveg hrikalegar.. alltof nákvæmar og asnalegar þannig að ég þurfti að frussa þessu útúr mér á ljóshraða til að keep up. En þetta gekk allt saman príðilega, við höfðum ákveðið að vera bara í sparigírnum í spariskapinu. Við lærðum á hvort annað og leiðarnar með deginum og voða fínt. Mér fannst rosa gaman að sitja í þessum bíl, svo allt öðruvísi en hinir 6, 7 og 9an sem ég hef keppt á með Danna. Þótt að endahraðinn sé ekki mikill þá er hann ótrúlega fljótur að frussast út úr beygjum og á þessum lausu vegum og við með aðeins of mikið loft í dekkjunum (það hækkar víst þrýstingurinn í dekkjunum í hita og lofthæð eins og upp á heiði)  þá fílaði maður sig soldið eins og á einhverju afturhjóladrifnu trillitæki.. gaman gaman

Við kíktum bara einu sinni út af og skildum eftir drullusokka og sílsa og aðalega Daníel bróður okkar með hjartað í buxunum, en þetta var ekkert alvarlegt.. aðalega soldið klaufalegt hjá okkurJ

ásta og marri útaf

við marri fljúga útaf. myndin kemur frá Elvari Erni, þessi og ýmsar fleiri er hægt að skoða á síðunni hans : flickr.com/photos/elvarorn/

leiðarnar voru rosalega skemmtielgar fyrir utan eina sem ég hefði ekki einu sinni vilja fara yfir á fjórhjóli! dísös.. ég sagði " þetta hlítur að vera djók" oftar heldur en leiðarnóturnar mínar! sæll og blessaður þetta var rosalegt gróft og ógeðfellt.. var semí reið þegar við komum út því þetta var þvílíkur bílamyrðir! enda sáum við svo nokkra bíla koma út af í ansi annarlegu ástandi. tæplega hægt að bjóða upp á þetta þegar bílar sem kosta meira en margar íbúðir eru innan flotans.. en leiðin var stytt mikið í seinni ferðinni og þetta var löngu gleymt þegar rallinu lauk.Smile

Þó að þetta hafi nú allt gengið fínt þá komumst við systkynin ekki almennilega í stuðið fyrr en á seinustu leiðinni.. allavegna ég sjálf.. hún lá um Bersekjahraun og það var einhvernveginn svo allt að gerast að það var alveg geggjað.. ég kom skríkjandi út af leiðinni og sagði bara  aftur aftur aftur. Ég vil fara aftur.. ég hefði gefið mikið fyrir að fá að keppa þetta rall aftur helgina eftir. Það hefði verið geggjað! Haha

knúslí til Marra og Servis strákanna ásamt Grími sem keyrði einn á stykkishólm til að fylgjast með. mikil hamingja þegar hann lét sjá sig í hádegishléinu:) svo náttlega Danni og allt myndavélaliðið! kyss kyss!

tímaverðir voru æði eins og venjulega og gaman að sjá nýtt fólk í tímavarðarstöðunum.

 ég vil svo óska sigurvegurum rallsins; Jónba og Bogga til hamingju með sigurinn!                    Sigga  og Ísaki með annað sætið, Heimi og Pétri með þriðja og svo náttlega öllum hinum!

ég set myndir frá þessu ralli og fleiru sem fyrst en skemmtilegar myndir er að finna á síðunni hjá Elvari Erni og svo á Hipporace.blog.is hjá Danna þar sem eru líka vídjó:)

núna nálgast krókurinn en meira um það síðar!

Ásta


ýmislegt skemmtilegt og kannski pínu fróðlegt! hver veit...

 

Halló fallega fólk!

 

Ég vil byrja á að óska elsku bestasta Dannanum mínum í öllum heiminum til hamingju með SIGURINN í Rallinu sem hann keppti í núna síðastliðinn Sunnudag sem hét Mid Wales Stages í Bretlandi. Þvílík hamingja! Ég sver það, ég ætlaði að redda mér flugi bara einn tveir og þegar ég heyrði fréttirnar til að geta gefið stærsta sigurknús í heimi og sungið dilla dilla lagið! Hann sló stóru strákana á ofurbílunum bara útí móa og var að taka Frábæra tíma ásamt Andrew Sankey sem keppti með honum úti. Það lyggur við að ég leggi af áróður minn um að karlmenn geti bara gert eitt í einu því það er meira en að segja það að keyra fulla ferð leiðir sem þú ert að keyra í fyrsta sinn og hlusta alltí einu á nótur á öðru tungumáli en þú hefur hlustað á í ralli síðustu MÖRG árin eins og Danni.. vinstri tveir yfir hæð kreppist  verður Left two over crest tightens.. eins gott að einbeitingin sé í topp lagi plús það að þessir bresku gæjar eru með hreim DAUÐANS! Ég tel mig skítsæmilega í enskunni en stundum skil ég bara ekki orð hjá þessu liði þarna úti!

Mig langar að sjá þá fara saman í umferð í Bresku meistarakeppninni. Sankey þekkir Bretland eins og lófann á sér og hefur kóað í fleiri hundruð röllum.

luvvv

 

Það var aðeins meira mál en áhorfðist að laga fína bílinn minn þó allt gangi á hinn besta veg. Þar af leiðandi verður sæti cherokeeinn ekki með á Snæfellsnesinu, en mun mæta afar fallegur til leiks á Krókinn og við stelpurnar hlökkum mikið til að vera með þar.

 

En ég mundi ekki missa af rallinu þó líf mitt lægi við! Þannig að ég mun vera mætt með vídjó kameruna æst á slaginu tíu á laugardaginn 5. júlí að filma herlegheitinJ

 

Það átti að keyra þessar leiðar á Snæfellsnesinu í Haustrallinu í fyrra en var hætt við vegna úrkomu í meira lagi og gegnum sósuðum vegum. En við Steinar fórum og skoðuðum leiðarnar (áður en rigningin kom) og nótuðum allt saman og þessar leiðar eru bara Geggjaðar!

 

Tímamaster er að finna hér

 

Eins og sjá má á honum er fyrsta leið Laugardagsins ekin um Bersekjahraun. Hún er mjög auðfundin fyrir fólk sem langar að koma og horfa. Þegar þú ert búinn að keyra í gegnum svona skarð eða dal eða hvað maður vill kallaða (þegar maður er búinn að beygja til vinstri eftir Borgarnes og búinn að beygja til hægri hjá bensínstöð.. það eru skilti þarna sem skýra þetta klárlega betur út en ég)  þá kemur maður að T gatnamótum (vinstri til Ólafsvíkur (eða fjarðar.. manekki) og svo hægri til Stykkishólms. Til að komast á Bersekjahraun þá beygirðu til vinstri og þá er þetta svo bara örfáum metrum seinna á vinstri hönd.. maður getur svo parkerað bílnum sínum snirtilega út í vegkanti og labbað með heita kakóið og útileigustólinn og myndavélina og horft á bílana þeysast um þarna.

Það skiptir litlu sem engu hvar þú plantar þér á þessari leið því hún er ekkert nema beygjur og jump og læti! Æði pæði. Ég þar!

 

Eithvað er þetta breytt síðan í fyrra en þetta rall er eintóm hamingja fyrir alla rallýunnendur hvort sem það eru keppendur eða áhorfendur því leiðirnar eru svo kræklóttar og trikkí. Plús það að það er alveg æðislega fallegt á Snæfellsnesinu. Þetta er reyndar soldil keyrsla en maður þarf barað skipuleggja sig vel upp á hvað maður vill horfa á!

Til dæmis er einsog ég er búin að blaðra um hérna fyrir ofan fyrsta leið keyrð um Bersekjahraun. Þá er maður búinn að koma sér vel fyrir þar í FRÁBÆRA VEÐRINU SEM Á AÐ VERA UM HELGINA. Leið þrjú er líka um Bersekjahraun þannig að það tekur því ekki að reynað æsa sig að ná leið númer tvö um Hjarðarfellsdal-Vatnaheiði.

En það eru svo klt frá því að fyrsti bíll fari inn á leið 3 (bersekjahraun) og þangað til þeir ræsa inn á leið fjögur um Tághálsa-Bárðarhaug þannig að ég gæti trúað því að ef maður er ekki í miklu labbi inn á Bers.hrauni þá gæti maður náð að sjá hana líka og farið svo beint inn á leið 5 um Breið.. ef maður er svo tæpur eftir leið 3 þá getur maður verið rólegur og tekið bara beint leið 5.

Svo fer maður og fær sér að éta á Ólafsvík osfrv osfrv.. þið fattið hvað ég er að fara! Nefnilega ef maður ætlar að reynað ná öllum leiðunum í rallinu þá ertu bara að rúnta og sjá brot og brot hér og þar sem er ekki kannski það sem maður ætlaði að sjá!

 

Ég hlakka allvegna til að sjá sem flesta á Snæfellsnesinu í keppni og horfa í skini og skúrum! (en aðalega roklausu skini! Er búin að panta eðalveður!

 

luvv

Ásta


laugardagurinn, blóð,sviti,pínu tár, oltinn cherokee og endalaus hamingja!

við byrjuðum að keyra Stapann á laugardagsmorgninum. gekk aðeins betur heldur en ferðin deginum áður en full mikil læti í stelpunni þrátt fyrir það.. við sprengdum allavegna ekki dekk! en bíllinn var vægast sagt ömulegur í ganginum en Jóa tókst að fikta í pikkinu sem stjórnar því hvernig bíllinn skiptir sér eftir leiðbeiningum Steinars og við ræstum þannig inn á kleifarvatnið sem var algjört mega æði pæði.. vældi alveg af hamingju á leiðinni þegar við náðum 150 á beina kaflanumLoL

eftir kleifarvatnið tók Ísólfsskáli - djúpavatn við. þar byrjuðum við á að keyra fram hjá hilux stopp út á miðjum vegi og svo fram hjá Sigga og Ísaki í fögrum pollagöllum stopp út fyrir veg. gamanið hjá okkur dó svo á hrottafenginn hátt þegar við komum að vinstri beygjunni þegar djúpavatnið er á vinstri hönd aðeins neðar. ég ætlaði að passa mig ægilega mikið því ég snéri bílnum þarna þegar ég var að keyra þarna um daginn og þá var ég ekki á neinni siglingu.. þannig að ég hægði vel á mér en bíllinn rann bara í allt aðra átt en ég var að stýronum og ég reyndi að gefa í til að bjarga þessu en ekkert gerðist og þá fraus ég  bara á bremsunni og off we go!velta

eldhærðslan í mér tapaði sér þarna og ég gerði ekkert nemað garga á Steinunni að koma sér út.. af með beltin og útútút!! Það gekk mjög vel og við vorum í fínu standi fyrir utan blóðuga andlitið á Steinunni eftir að flís fór í kinnina á henni eftir að rúðan brotnaði í andlitið á henni og svo beit hún í vörina þannig að þetta var ægilega útumallt. tveir góðir menn rönnuðu til okkar og Siggi,Ísak og fleiri komu svo í eftirfaranum. við vorum reknar inn i bíl og ísak varð eftir hjá beyglunni minni.

leið okkar lá beint til Danna þar sem við fengum hvítvín og Steinunn andlitsþvott. Stuttu seinna fengum við þær fréttir að Pétur og Heimir væru búnir að taka forustuna í rallinu eftir að hafa þurft að taka fram úr Jómba og Bogga á Djúpavatni!  vá hvað þetta bætti upp fyrir oltna bílinn sem ég var búin að eyða öllum peningunum mínum í! 6an okkar Danna vissi leiðina að fyrsta sætinu ,það er bara svoleiðis!

flottastir

 

 

 ég vil óska Pétri og Heimi og öllu þeirra liði endalaust mikið til hamingju með þeirra fyrsta sigur á 4w bíl og í framhaldi af því til hamingju með forustuna á Íslandsmótinu.. klapp klapp klapp. hérna eru þeir búnir að taka fram úr Jónba og Bogga á Djúpavatninu. myndin kemur frá Elvari Erni

knús og klapp fá svo að sjálfsögðu hinir ægifögru Marri og Jónsi fyrir þriðjasætið og geislandi fegurð. held að þeir fái pott þétt vinninginn fyrir lengsta stökkið í rallinuflug!

 

 Marri og jónsi á fluginu! myndin kemur frá elvari Erni.

 

 

knús og kossar til Steinars, Jóa og Gríms servis kalla auk Ásgeirs sem fór á treiler til að sækja bílinn minn. knús fá svo auðvitað Gerða og Díana fyrir að nenna að taka myndir í þessu veðri sem við fengum! luvv til Dannans míns fyrir að vera til og knúsla okkurKissing

heiðarleg tilraun var gerð til að fagna deginum.. eða syrgja daginn og fagna með Pétri og Heimi en á þeim tímapunkti var ég farin að kenna til eimsla í hálsi og þriggja tíma svefninn nóttinni áður var ekki að gera kraftaverk, þannig að enn einu sinni dó djammið og rúmið tók við.

þetta virðast vera aðalega boddýskemdir á bílnum mínum.. hann fór allavegna í gang á sunnudaginn og ég keyrði hann frá hfj og upp á höfða. við stefnum á að mæta hressar til leiks 5 júlí á snæfellsnesið.

 

Ásta Sigurðardóttir


fyrri dagur sparisjóðsrallsins búinn

nú er fyrsti dagurinn í suðurnesjarallinu búinn og stelpurnar hressar eftir daginn þrátt fyrir gríðarlega sibbni.

 við byrjuðum að keyra Stapann, reyndar allt öðruvísi heldur en síðustu tvö ár, mun skárri núna, hefur verið ÓGEÐSLEGUR og varla búvélafært þarna en var ágætur í ár,styttri en gróft ógeð kom nú samt fyrir í nótunum stöku sinnum. við keyrðum þessa leið fyrir skoðunina en ég mundi bara engan vegin hvernig hún var en gekk ágætlega þangað til að við komum að gulum borða eins og er settur til að loka vegunum lyggjandi á miðjum vegi eins og við ættum að beygja.. og við eins og svo margir aðrir negldum niður þarna eins og kjánar en keyrðum svo áfram og sprengdum dekk en ég sló lítið af og kom að hægri vinkli og bílllinn beygði ansi takmarkað þanngi að við runnum í beygjunni og dúndraðum á grjót með fína sprungna dekkinu okkar sem fór alveg með það.. vegurinn eftir þetta var bara beinn en ansi ,,bumpy" þannig að við vorum í hálfgerðum loftköstum síðustu metrana og þegar við komum í mark var servisinn ánægður með stelpurnar þar sem dekkið var fyrir innan felguna sem ekkert var eftir af nema miðjan.

 næsta leið var svo nikkellinn í keflavík.. beygja í beygju í beygju.. við byrjuðum á því að villast í keflavík og tókum rúnthringinn þarna áður en við komumst á rásstaðinn okkarWhistling þegar við ræstum svo inná leiðina fórum við útaf í hverri einustu beygju bókstaflega.. hljótum að hafa slegið met ég sver það! úff  mætti halda að við höfum verið með nóturnar okkar Danna síðan í fyrra á þessari leið.. ef þær væru til eins og við keyrðum leiðina þá væri þetta bara hægri útaf í vinstri útaf í.... osfrv en við stukkum ægilega fínt á einu jumpinu þarna mér til mikillar hamingju og vonandi ljósmyndurum líka.

svo lá leið okkar um höfina 2x.. þá reyndar vann greyjið bara á við fiat uno að mér fannst. en við tókum ágætis tíma og mér var sagt að við hefðum verið með einna mest dekkjavæl sem er gaman.,. ekki frá því að ég hafi séð fólk klappa fyrir okkurGrin.

en bíllinn er í lagi þrátt fyrir að hafa verið meira út af en á veginum á nikkelnum og við erum með bros upp í hársvörð.

þess má geta að við skvísurnar unnum þokkakönnun sem sett var upp á www.hipporace.blog.is sem Danni sér um! áberandi fegurð okkar fleytir okkur áfram! hahahaha

 vonandi koma myndir sem allra fyrst ásamt ferðasögu bretlandsferðarinnar sem við fögru systkini fórum í um síðustu helgi! en nokkrar myndir frá ferðinni eru þó komnar í myndaalbúmið undir severn- valley.

luvv þangað til á morgun! við ætlum okkur að klára með stæl og bros á vör:)

Ásta Sigurðardóttir


sagan af bílnum

jæja nú er sumarið að koma! sem þýðir rallý,sól,grænt gras,útileigur og allt það sem gleður mig mest!

ég hafði verið að spekúlera síðan í haustrallinu í fyrra að keyra sjálf og var orðin rosa heit fyrir þvi að kaupa team-seastone súkkuna sem Marri bróðir keppti á hérna í denn en eftir miklar spekings pælingar með jeppamanninum mínum mikla honum Steinari þá féllst ég á að kaupa cherokee... ég sem sagðist ekki ætlað kaupa sjálfskiptan bíl né jeppa... og hvað geri ég .. kaupi sjálfskiptan jeppa.. en jæja.. þetta var ákveðið 27 apríl eða þremur viku fyrir keppni. Cherokee aðdáandinn mikli hann Ingólfur átti til eitt stykki sem var með smotteríis bilunum eins og bilaðri stýrismaskínu og sonna sem var gert við strax á mánudeginum meðan ég reif innréttinguna úr bílnum.

c_documents_and_settings_sta_my_documents_my_pictures_margt_161_547071.jpg

 

um helgina fóru svo Jói og Steinar af mikilli snilli að smíða veltibúrið í bílinn.. nokkrir metrar af rörum voru sett á innkaupalistann og minn maður var með dash af rafsuðublindu eftir verkið.

margt 168 ótrúlega duglegir að beygja!

þegar búrið var svo komið auk stólafestinga þónokkrum klukkustundum og 27 metrum af röri seinna þá var ég sett í að þrífa bílinn að innan undir málverk. og þar sem Steinar þurfti að fara í aðgerð á hnénu um morguninn þá var ég ein niðri á verkstæði,æjilega ánægð með mig, sópaði bílinn allan að innan og gekk svo um gólf og leitaði að efni til að þrífann.. hvað átti ég að nota til að þrífa svona drullu.. ég greip þennan fallega úðabrúsa úr hillunni, les snögglega á hann þar sem stendur að þetta þrífi auðveldlega í burtu ýmis óhreinindi ,og svo var talið upp ýmislegt sem ekki er gaman að þrífa burtu.. ég hristi brúsann og úða þessu dulega ÚTUM ALLAN BÍL og næ mér svo í pappír og tuskur og strík og pússa æjilega glöð með þennan dugnað.. en hinsvegar þegar kom að því að ég ætlaði að farað mála bílinn fína þá strauk í lauslega yfir skottið og fannst þetta nú heldur fitugt og asnalegt.. hringdi hissa í Steinar og spurði hann því þetta leit út eins og málningin mundi ekki festast við.. eins og ég hefði smurt bílinn með smjöri.. minn maður var ekki glaður með mig á þeirri stundu sem ég sagði honum að ég hefði notað WD 40 á bílinnWhistling hahaha þannig að ég þurfti að þrífann allann aftur með bremsuhreinsiFrown ég man þetta næst!

nú var bíllinn orðinn fallega svartur að innan ( Heimir benti mér reyndar pent á að það væri ástæða fyrir því að rallýbílaflotinn væri hvítur að innan.. en við verðum þá bara sveittar og sætar þegar gula vinkona okkkar lætur sjá sig í sumar)fannst svartur bara meira kúl.og meðan strákarnir mössuðu undirvagninn á bílnum þá sat ég inní honum og málaði hann bleikann að innan.

margt 177

 og við fengum þetta fína stýri sem var mixað í.. stólafestingarnar voru jú komnar..búið að rífa topplúfuna úr og setja í staðin plötu, og ditta að bílnum að innan, búið að setja nýja dempara í hann allan hringinn, klippa af gormunum, gera pústið fínt, setja einhverja ofur ofur síu og ofur eithvað loftsístem ofan á mótorinn og ég átti að fá að farað keyra fína bílinn minn! Steinar og Ingólfur fóru út að prófa meðan ég sópaði og gekk frá en þegar þeir komu hinsvegar til baka þá var svipurinn á þeim ekki upp á tíu og var mér tilkynnt um það að mótorinn í nýja bílnum mínum hefði yfirgefið samkvæmið.. olíuþrýstingurinn fallið á ljóshraða og allt í mauki.. þetta var á sunnudagskvöldi, viku fyrir keppni.. þannig að það var hringt og fundinn mótor sem passaði í, ónýti rifinn uppúr á tveimur tímum og á mánudagseftirmiðdegi  var  byrjað að mixa hinn ovaní. Hann Ingólfur hafði víst gert þetta aðeins of oft (cherokíinn klikkar aldrei, er uppáhaldssetningin hans Ingólfs, en mótorskiptingar í gríð og erg eru nú ekki beint traustvekjandi!haha) en þar af leiðandi tók verkið mjög stutta stund og loksins fékk ég að fara út að keyra! alsæl með gripinn.

margt 199mótorinn rifinn úr

ég fékk Steinunnina mína Gustavsdóttur til að koma með mér í herlegheitin og við rúlluðum yfir leiðarnar einu sinni á bílnum hans Ingólfs þar sem ég sýndi henni nótur og svona hvað við  værum að fara útí þar sem ég hefði getað farið með hana að veiða og sagt henni að þetta væri rallý og hún hefði ekki sett neitt út á það þar sem mótorsportið var ekki beint hennar síðustu misseri.skoðunarbíllinn en stelpan stóð sig vel og hömruðum við á hvorri annari að við værum að fara til að hafa gaman þannig að þótt hún færi að lesa lyngdalsheiði þegar við mundum ræsa inná djúpavatn þá mundi enginn gera í sig heldur mundi hún bara syngja fyrir mig : nú á ég fullt af úrvals kartöflum úr lion king og dilla okkur í kór. raunin var nú ekkí sú og fékk ég bara að heyra lagið tvisvar í keppninni og þá ekki nema hálft þar til hún var aftur komin úr lion king nótunum yfir í rallýnóturnar og allt að gerast!

 

ég keyrði eins hratt og ég þorði og hafði alveg hrikalega gaman að. bíllin var skemmtilegur, samstarfið milli okkar Steinunnar var uppá tíu og þrátt fyrir heldur misheppnaðar tilraunir mínar til að sýna snilli mína fyrir ljósmyndurum þar sem við kíktum hressilega í pikknikk á djúpavatninu (fyrir þá sem þekkja til þá var það í vinstri beygjunni eftir langa kaflann þar sem allt var á floti í haustrallinu í fyrra) en það reddaðist og var klárlega ekki eins yfirþyrmilega glatað og þegar mér tókst að snúa bílnum í u beygjunni á lyngdalsheiðinni og þurfti að taka Austin powers atriðið þegar hann er á miniinum að leggja í stæði... bakka áfram bakka áfram.. gaurinn á myndavélinni var meirað segja hættur að taka myndir þetta var orðið svo langdregið hjá mér! en mér tókst að taka sílsabrettið af öðru megin sem var eitt af markmiðum mínum en því miður beyglaði ég pústið mitt svo herfilega saman að greyjið náði ekkert að pústa út og varð því miður skemmtilegur þar sem hann skipti sér ekkert og fretaði bara og fúskaði mér til lítillar gleði og olli servisnum hugarangri þar sem við héldum að skiptingin væri að fara.. úrskýringar mínar á gangi bílsins var víst ekki upp á tíu, það er ekki nóg að leika það með hljóðum hvernig bíllinn lætur.. en góður leikur hjá mér samt!

vorrallý 2008

en við stöllur kláruðum rallið sem er meira en margur maðurinn.. og vona ég svo sannarlega að meðlimir hins cherokeesins í keppninni standi við orðin og gangi í bleikum g-streng þar til þeir vinna okkur vinkonurnar en þeim tókst að sprengja dekk á föstudeginum og taka svo hjólið undan bílnum á laugardeginum... góðir!

Marri bróðir kláraði í þriðja sæti over all og við Steinunn í þriðja í jeppaflokki! við Marri vorum með það alveg á kristal tæru að við værum LANG flottust.. mér finnst reyndar þessi fíni bikar minn passa ákaflega illa á verðlauna hilluna innan um aðeins og eingöngu fyrsta sætis bikaraCool kokkíkokkí!

knús og kossar til þeirra sem styrktu okkur en við fengum græjuna á smotterí ásamt ýmsu dóti og notkun á verkstæðinu frá Ingólfi og Kjartani í GK viðgerðum. frá bílabúð Benna fengum við þessi æjilega fínu Toyo dekk, vagnar og þjónusta lögðu okkur lið, Jón  í Jon´s Garage prentaði hina fallega bleiku límmiða á bílinn og síðast en ekki síst er það náttúrulega Renniverkstæði Ægis og hann ægi fagri Steinar minn sem á ALLAN heiður skilið af þessu verkefni og vann í bílnum langt fram á nætur, þrátt fyrir slitinn liðþófa í hnénu. kysskysskyss!

svo ég haldi þakkagjörðinni áfram vil ég senda knús á Jóa sem hjálpaði við smíði bílsins, Elvari sem smíðaði pústið, Fylki sem lánaði okkur hjálm, Himma sem reddaði mótor í einum grænum, ellingsen sem gaf mér sjúkrapúðann, osfrv osfrv...

en núna eru örfáir dagar í að ég og minn allra fagrasti púði hann Daníel ásamt ofur skrúfara Steinari förum til Bretlands. miklar viðgerðir hafa verið í gangi á Evo 9-unni úti eftir heldur harkalegt obbosí. en við mætum brosandi til leiks og gerum það sem við gerum best!

null

myndir koma í myndaalbúmið fljótlega... eða þegar tölvan mín áttar sig á því að hún á að vinna hraðar en mannsheilinn.. sem hún er klárlega ekki að skilja... algjör ljóska!

Ásta Sigurðardóttir


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband