Snæfellsnes- óvænt kóarastarf- gaman gaman

 

Góðan og margblessaðan daginn!

 

Síðastliðinn laugardag fór fram Snæfellsnesrallið þar sem voru keyrðar nýjar leiðar á gullfallegum degi.

Ég ætlaði nú að farað horfa á og taka vídjó af herlegheitunum þangað til ég fékk heimsókn  í vinnuna á föstudeginum rétt fyrir þrjú. Þar var hann Marri bróðir minn hress eins og venjulega en þó ekki alveg því hann var kóaralaus fyrir rallið daginn eftir og spurði mig þar af leiðandi hvort ég væri til í að skella mér með honum í ofur 5-u og lesa nokkrar leiðarnótur. Mér finnst fátt skemmtilegra en skyndiákvarðanir og þurfti ekkert að hugsa mig neitt um með það en fékk þó dash í magann í augnablik þar sem við vorum ekkert að farað keyra Djúpavatn eða kleifarvatn í 100 skipti í sumar heldur leiðar sem ég og Steinar keyrðum einu sinni yfir í september í fyrra og  að hluta til í myrkri,  við Marri höfðum aldrei setið saman í rallýbíl og höfðum ekki skoðað neitt saman..en jæja.. ég fékk að fara fyrr úr vinnunni og beint að prenta út leiðarnótur og taka saman rallý dótið, fá diskinn með leiðunum síðan í fyrra og við Heimir settumst niður og horfðum á tvær leiðar saman og bárum saman nótur. En þá var klukkan orðin 23 og ég ákvað að í staðin fyrir að horfa á vídjó alla nóttina eins og ég ætlaði að gera þá fór ég að sofa til að vera nú ekki með slef og hor daginn eftir. Ég vaknaði klukkan 6 á laugardagsmorguninn og ég, Marri, Heimir og Tinna rúlluðum af stað á Stykkishólm í heldur þungbúnara veðri heldur en hafði verið spáð sem létti þegar nær dró að hólminum.

Þetta var rosalega skemmtilegt þótt ég hafi bölvað því nokkrum sinnum að hafa ekki haft betri undirbúning.. ég hreinlega mundi bara ekki eftir NEINU frá þessum leiðum og svo voru þessar blessuðu nótur okkar Steinars alveg hrikalegar.. alltof nákvæmar og asnalegar þannig að ég þurfti að frussa þessu útúr mér á ljóshraða til að keep up. En þetta gekk allt saman príðilega, við höfðum ákveðið að vera bara í sparigírnum í spariskapinu. Við lærðum á hvort annað og leiðarnar með deginum og voða fínt. Mér fannst rosa gaman að sitja í þessum bíl, svo allt öðruvísi en hinir 6, 7 og 9an sem ég hef keppt á með Danna. Þótt að endahraðinn sé ekki mikill þá er hann ótrúlega fljótur að frussast út úr beygjum og á þessum lausu vegum og við með aðeins of mikið loft í dekkjunum (það hækkar víst þrýstingurinn í dekkjunum í hita og lofthæð eins og upp á heiði)  þá fílaði maður sig soldið eins og á einhverju afturhjóladrifnu trillitæki.. gaman gaman

Við kíktum bara einu sinni út af og skildum eftir drullusokka og sílsa og aðalega Daníel bróður okkar með hjartað í buxunum, en þetta var ekkert alvarlegt.. aðalega soldið klaufalegt hjá okkurJ

ásta og marri útaf

við marri fljúga útaf. myndin kemur frá Elvari Erni, þessi og ýmsar fleiri er hægt að skoða á síðunni hans : flickr.com/photos/elvarorn/

leiðarnar voru rosalega skemmtielgar fyrir utan eina sem ég hefði ekki einu sinni vilja fara yfir á fjórhjóli! dísös.. ég sagði " þetta hlítur að vera djók" oftar heldur en leiðarnóturnar mínar! sæll og blessaður þetta var rosalegt gróft og ógeðfellt.. var semí reið þegar við komum út því þetta var þvílíkur bílamyrðir! enda sáum við svo nokkra bíla koma út af í ansi annarlegu ástandi. tæplega hægt að bjóða upp á þetta þegar bílar sem kosta meira en margar íbúðir eru innan flotans.. en leiðin var stytt mikið í seinni ferðinni og þetta var löngu gleymt þegar rallinu lauk.Smile

Þó að þetta hafi nú allt gengið fínt þá komumst við systkynin ekki almennilega í stuðið fyrr en á seinustu leiðinni.. allavegna ég sjálf.. hún lá um Bersekjahraun og það var einhvernveginn svo allt að gerast að það var alveg geggjað.. ég kom skríkjandi út af leiðinni og sagði bara  aftur aftur aftur. Ég vil fara aftur.. ég hefði gefið mikið fyrir að fá að keppa þetta rall aftur helgina eftir. Það hefði verið geggjað! Haha

knúslí til Marra og Servis strákanna ásamt Grími sem keyrði einn á stykkishólm til að fylgjast með. mikil hamingja þegar hann lét sjá sig í hádegishléinu:) svo náttlega Danni og allt myndavélaliðið! kyss kyss!

tímaverðir voru æði eins og venjulega og gaman að sjá nýtt fólk í tímavarðarstöðunum.

 ég vil svo óska sigurvegurum rallsins; Jónba og Bogga til hamingju með sigurinn!                    Sigga  og Ísaki með annað sætið, Heimi og Pétri með þriðja og svo náttlega öllum hinum!

ég set myndir frá þessu ralli og fleiru sem fyrst en skemmtilegar myndir er að finna á síðunni hjá Elvari Erni og svo á Hipporace.blog.is hjá Danna þar sem eru líka vídjó:)

núna nálgast krókurinn en meira um það síðar!

Ásta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband