Skagafjörður, æðisleg helgi frá upphafi til enda

 Góða kvöldið!

Eins og menn vita fór Skagafjarðarrallið fram á laugardaginn og voru 17 keppendur skráðir til leiks.

Við Steinunn fórum af stað á fimmtudagskvöldinu í kringum 11 leitið og kúrðum okkur saman í tjaldvagninum hjá Heimi og Tinnu í miklum makindum til hálf tíu á föstudagsmorgun. Við stelpurnar fengum lánaðan pæjeroinn þeirra til að skoða á og rúlluðum upp á mælifellsdal. þar vorum við í mikilli veðurblíðu að keyra og laga til nótur og spekjast yfir þessu öllu saman í heila 7 klukkutíma. mér leist ágætlega á þetta allt saman en hafði þó smá hnút í maganum því leiðin er löng og trykkí, hægri yfir hæð, vinstri yfir hæð, beint yfir hæð.. mikið blint og leiðin leifir ekki mistök í stærri kantinum, og sumstaðar engin mistök yfir höfuð. en skoðunin gekk fínt og við gátum rúllað sáttar inn á krók um kvöldið.

þegar boddý vinnan hafði verið gerð á  Bleika þá var farið í að reynað finn út úr því afhverju hann er búinn að vera leiðinlegur í ganginum, sí fúskandi, skipti sér ekki rétt og var bara hundleiðinlegur og vann ekki eins og hann átti að gera. Steinar fór og prófaði bílinn og mældi í honum bensínþrýstinginn ásamt Elvari bróður sínum og í ljós kom að hann var einfaldlega ekki að fá nóg bensín. þá var bara tvennt í stöðunni: bensínsía eða bensíndæla. þar sem sían kostar um tvöþúsundkall en dælan um sjötíu þá var ákveðið að skipta um hana fyrst. þetta var á fimmtudegi fyrir keppni. ég fór í tvígang í N1 til að fá síu en fékk afgreitt vitlaust í bæði skiptin og því þurfti að mixa síuna í. þegar það hafði loks tekist var farið út að prófa og ekkert hafði breyst. þegar ég fór út úr bænum um kvöldið var því Steinar og Ingólfur með bílinn upp á lyftu að rífa undan honum tankinn til að skipta um dælu.

Steinar, Ingó og Grímur komu seint á föstudagskvöldið og þá fékk ég rétt að keyra bílinn en ég hafði ekkert keyrt hann eftir veltuna nema úr skoðuninni. og bíllinn var í einu orði sagt æðislegur, vann loksins eins og hann átti að gera og var algjör ljómi.

á laugardagsmorgni var svo vaknað og allt gert reddí, keyrt út á parc ferme og ég læt það vera að ég hafi verið úber hress, var eiginlega stressuð. en ég var löngubúin að ákveða að ætlað keyra þetta algjörlega á mínum hraða, engin læti.

það var svo ræst út af vörumiðlunarplaninu þar sem parc fermið var klukkan níu og keyrt upp á dal. við ræstum af stað og bíllinn var rosa fínn nema skipti sér oft á tíðum ekki niður þannig að það gerðist stundum lítið þótt ég stigi hann í botn. en við tókum engar beygjur á siglingunni og það var vel slegið af fyrir allar beygjur og við stelpurnar skiluðum okkur sáttar í mark á tímanum 19:39. ingó og Steinar löguðu pikkið og við lögðum sáttar með lífið af stað eftir viðsnúning upp á dal eftir smá mat í magann og strákarnir ströppuðu bleikan bangsa sem hafði verið keyptur á leiðinni í bílinn sem happa.

2709129255_d3617af3ee_m

  en á leiðinni niðurettir þá var bíllinn undarlegur. var meira og minna í 1500 snúningum og vann ekki neitt, ég var með hann í botngjöf nánast alla leið og ekkert gerðist. þannig að ég kom með skeifu í mark eftir leið númer2 á tímanum 20:05 og sagði að billinn minn væri bilaður. en Jói, Vignir og Gulli ásamt fleirum þurftu ekki að spekjast í húddinu lengi til að finna það út að einhver bensín barki var slitinn þannig að hann fékk ekkert bensín (hvað er þetta með mig og einhver bensíntrobbúl) en það var lagað í einum grænum, bleiki óhappabangsinn slitinn úr, ég prófaði aðeins bílinn og úff.. hann var æði..

 2710159892_911c8efbd3_m

 

þannig að við lögðum af stað inn á leið númer þrjú, búnar að hrista úr okkur veltu skrekkinn og pússa okkur saman og ég man ég hugsaði fyrir þá leið; Steinar og Ingó sögðu að eina leiðin til að hafa bílinn góðan er að hafann alltaf á gjöf, ég hafði aldrei þorað að hlusta á þetta EN ákvað að prófa þarna, góða skapið var að komast á skrið og tilgangur minn í ralli ; að hafa gaman að því, var að taka yfir. og eins og svo oft áður þá höfðu strákarnir hárrétt fyrir sér og bíllinn var eins og járnbrautarlest ef maður bremsaði bara aldrei of lengi, bara bremsa fyrir beygjuna og svo allt í botn á leiðinni úr beygjunum, í þessari ferð þá skrikaði hann ekki einu sinni, áttum eitt obbosí móment þegar við komum vitlausu megin yfir hæð en það skít slapp allt saman og váá þetta var geðveikt! ég var svo mikið að einbeita mér og það var svo heitt í bilnum að svitinn var farinn að leka niður í augu! ég get staðfest það að seint er hægt að finna hamingjusamari manneskjur en okkur þegar við vorum flaggaðar út.  ég gat varla talað.. babblaði bara , þetta var geðveikt! þetta var geðveikt! og tíminn var í samræmi við það eða 17:58 eða rúmri einni og hálfri mínútu fljótari en í fyrri ferðinni.

þegar við höfðum nokkurnveginn náð okkur niður og vorum búnar að knúsa servisinn okkar í drasl af hamingju (mér líður eins og einhverri pollýönnu hérna) þá lögðum við af stað á seinustu mælifellsdalsferð með það í huga að klára. allt í rólegheitunum. það var reyndar svoo gaman að það mottó gleymdist hratt og ég keyrði alveg eins hratt og ég mööögulega þorði og var líka tvisvar komin í einhver rassaköst en það reddaðist. náði að veifa Danna og co sem voru að taka myndir og allt var í blómstri þangað til við komum að "varúð blindir hægri 2 á hæð" (sem er sem sagt ansi kröpp hægri beygja fyrir þá sem þekkja þetta ekki) og ég bremsaði of mikið og of lengi og það skilaði okkur beint út af yfir grjót og fínerí en inn á veg aftur héldum við. við kláruðum leiðina á 18:08 eða næstum 2 mínútum betri tíma en í fyrri ferðinni. aaalsælar og ást mín til bleika barnsins míns var orðin upp til túngslins og aftur tilbaka. 2710156422_d8304988bc_m

nú var barað dóla sér inn á sauðárkrók aftur til að taka tvær innanbæjarleiðar. strákarnir kíktu á bílinn fyrir þær og löguðu bremsudót sem hafði laskast í útafakstrinum, þær voru reyndar ekki eins góðar eins og áður, ansi stífar en virkuðu fínt. við vorum út um allt á innanbæjarleiðunum og fórum meirað segja útaf,, tvisvar í seinustu beygjunni á seinustu leiðinni. en þetta var æði og við hlógum allan tímann!

hérna er vídjó af Eriku, Heiðu Karen og Jóhanni sem voru klárlega miklir aðdáendur okkarLoL

2710162190_a43a675f6e_m

 

 

svo tók bara við sturta, lúll, og að lokum brjálað djamm á króknum. alltaf sofna ég strax eftir röll og er ónýt úr þreytu.. nema á sauðárkróki.. fór ekki í háttinn fyrr en að verða 7:D haha

takk til allra sem komu að rallinu, sem tímaverðir, flaggarar, strjórnendur og allt annað! æðislegt að sjá nýtt og ekki nýtt fólk í þessu og æðislegt að sjá hvað undirbúningurinn var góður, klukkur í lagi, allir tímaverðir merktir með nafni á gulu spjaldi þannig að það var aldrei ves að sjá hver væri að vinna, fundur á föstudagskvöld þar sem ýmislegt var tekið fram og fólk gat spurt ef eithvað var. allir keppendur fengu frí tjaldsvæði og svo var frítt í sund eftir rallið fyrir okkur öll saman, algjört æði. maturinn var  rosalega góður, gaman að hafa einmitt verðlaunaafhendingu svona um kvöld yfir borðhaldi þegar maður er búinn að þvo af sér og svona. ég var nú svo ekki mikið á ballinu nema rétt í endann og buff meðlimir voru algjörlega að trilla líðinn. allir töluðu um að þetta sé besta ball sem þeir hafi lengi farið á.

Ingó,Steinar,Grímur og Jói eiga ást mína alla eftir helgina. þvílíkir snillingar fyrir allan peninginn. og ekki möguleiki að finna betri félagsskap enda djömmuðum við hressilega saman og ég man ekki eftir boring mómenti í svona félagsskap. auk þess kom Dabbi til okkar í djamm á laugardagskvöldið en hann er kenndur við dekkjaverkstæði mosfellsbæjar og hefur séð um umfelganir og allt sem snýr að dekkjum bílsins! Danni,Lísa,Gerða,Davíð og Erika voru svo með á króknum þannig að annsi fáa vantaði í vinahópinn enda voru Marri bróðir og Jónsi á svæðinu og Heimir og Tinna og Pétur og og og.. endalaust af Besta fólkinu:D:D:D

að lokum skal renna aðeins yfir rallið í heild sinni og úrslitin.

Siggi og Ísak unnu rallið

Jónbi og Boggi urðu í öðru, þeir sprengdu á mælifellsdal og töpuðu slatta tíma.

fylkir og Elvar í þriðja, 2716526459_e4dcfb5874_m

valdi og Ingi í fjórða, voru ekkert smá flottir á innanbæjarleiðinni, þvílíkasta slæd sem ég hef séð held ég framkvæmt þar. hægt er að fylgjast með þeim á www.valdi.is  hellingur af myndum þar!2709607069_2abe7eb8f6_m

 

 palli og alli í fimmta,

pétur og Heimir í sjötta en þeir sprengdu hressilega dekk og töpuðu miklum tíma.2709549687_6cba05a471_m

 

þar á eftir kom svo Jói og Björgvin í sjöunda, Himmi og kiddi í áttunda og 1 sæti í jeppaflokki:) til hamingju með það:)

 

 2716524047_3d9ef9dc77_mníunda sætið áttu svo gunnar og jóhann á fokus og þeir unnu 2000 flokkinn. til hamingju! þei eru með síðuna : www.teamseastone.blog.is

 

 

 

tíunda voru svo ólafur og ástríður og þau unnu 1600 flokk, ég held ég sé að fara með rétt mál að þau, og allavegna ástríður var að keppa í sinni fyrstu keppni og ég veit að mælifellsdalurinn er langt því frá að vera sá auðveldasti í lestri og vil ég endilega óska þeim innilega til hamingju með sigurinn!

úlli og hvati áttu svo ellefta sætið en þeir veltu á leið 2 en lentu á hjólunum og náðu að halda áfram.2717340512_7703cacccb_m

 

kjartan og ólafur á corollu urðu svo í tólfta og öðru í 2000 flokk. 2709126699_4ded09e480_mflott mynd af þeim var tekin í gegnum hliðið upp á dal. hægt er að fylgjast með þeim á www.kappakstur.com

næst komum við skvísurnar svo í 13 sæti :D

Maggi og Guðni í fjórtánda,  óskar og Benedikt í fimtánda en þeir sprengdu á þriðju ferð um mælifellsdalinn, og síðast en ekki síst voru þeir einar og kristján á sunny.

Marri og Jónsi duttu út með vasskassa vesen :( en voru þó úber hressir á ballinu á kvöldið og létu þetta ekkert standa í vegi fyrir brosi og djammi um kvöldið:D

Elvar örn sem er með síðuna www.flickr.com/photos/elvarorn á heiðurinn af öllum myndunum hér. en fullt af endalaust flottum myndum er að finna á síðunni hans.

ég vona að þetta sé allt voða fínt og rétt hjá mér! annass leiðréttið mig.

takk fyrir helgina allir saman

takk þið sem nenntuð að lesa þetta allt

Ásta Sigurðardóttir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Ég las þetta allt, sakna þess að Danni sé ekki búnn að skrifa :)

Aðdáendur nr 1 eru samt bestir.....

Elvar Örn Reynisson, 31.7.2008 kl. 18:22

2 identicon

Sæl og takk fyrir hamingjuóskirnar. Maður er bara svona á rallý-blogg rúntinum að sjá hvað fólk segir um keppnina og skoða myndir og ég mátti til með að kommenta og segja að mér líst ótrúlega vel á hann bleik ykkar! :)

Ástríður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

point taken Elvar :)

 ÉG skrifaði ofurgrein um rallið og alles - en nei,, það birtist ekki glataðist að lokum.. 1.2.3.4.5.6,,,, Nei,, sjálfsstjórn hvað!!!!!!!!!!!!! why you little... (blót og ragn)...

 Er búinn að ná mér niður og set inn aðra grein fljótlega :)


DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 1.8.2008 kl. 12:40

4 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

og ásta - luva þig mest og þú skrifar svo skemmtilega :)

Knúsl

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 1.8.2008 kl. 12:41

5 identicon

Elsku bleikan mín!  Þvílík skemmtun að lesa þessar lýsingar, maður nær varla andanum!    Gott að þú skemmtir þér OG kemur heil frá öllu saman.  Koss og knús.

mamma (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:38

6 identicon

VÁÁÁÁ þið eruð svo laaaang flottastar!! Gaman að sjá bleeeeika bílinn ykkar

Okkur fannst ekkert smá leiðinlegt að hafa ekki getað komist, hjálpað ykkur og haft gaman en maður verður víst að forgangsraða.. Erum núna á fullu að reyna að klára allt til þess að geta verið flutt fyrir Alþjóða og tekið rallið með stæl alla dagana..

Día (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband