Rallýsíson 2009

 Fyrsta rall 2009  Fyrsta rall ársins fór fram um miðjan maí og eknar voru leiðir á þingvöllum og þar í kring JBleiki kom vel undan vetri og lítið þurfti að gera nema skipta um eina spindilkúlu og skipta um olíur. 

Breytingar hafa orðið á liði team-pinky en liðstjórinn og maðurinn sem er smiðurinn og hönnuður bleika barnsins er ekki lengur með eins og lífið gengur og gerist og var hugmyndin að setja rall á hold og selja barnið, en þar sem ég sat inn i skúr og horfði á þetta bleika undur þá áttaði ég mig á því að svoleiðis gerir maður ekki.. fólk selur börnin sín í þriðja heiminum og ég er ekki þar. Sjá hvernig allt mundi ganga án mannsins sem séð hafði um allt, keyra bara jafnt og þétt og stóráfallalaust og ná sér í kílómetra og æfingu.

 Þá var hugmyndin að keyra bara Sauðárkrók- svo að keyra fyrsta rallið og Sauðárkrók – og svo að keyra þessi tvö og alþjóða ef maður ætti péning og og og ... haha sjáum hvernig þetta fer ! Næsta stóra breytingin var á kóarasætinu en ein af mínum bestu vinkonum og jafnframt kærastan hans  Heimis sem er klárlega einn af bestu kóurum landsins hún Tinna settist í sætið en þessi stelpa er búin að fylgjast með ralli heillengi og kóaði Valda á imprezu til sigurs í haustsprett á síðasta ári. 

brosandi í fyrsta ralli sumarsins

 Ingólfur og Kjartan hjá GK viðgerðum í mosó stóðu við bakið á okkur eins og í fyrra fyrir þessa keppni og hjálpuðu okkur með það sem þurfti að gera fyrir rallið. Þannig að meðan að loftsíjan var hreinsuð og  skipt um spindilkúlu þá tættum við Heimi og Tinna gamla límmiða af bílnum og rifum pönnuna undan skiptingunni til að tappa af henni. Jæja þá var að hendast til að skoða og hita okkur báðar upp sem gekk allt saman voða voða vel J  

Mættum eldsnemma  upp að Hengli og keyrðum hann með bros á vör. Færðum okkur svo á Lyngdalsheiðina og keyrðum hana með miklum sóma á 30 sek betri tíma en ég fór hana á í fyrra J  Marri bróðir er kominn á þennan líka oofur cherokee. Aðeins eldri en bleiki en eftir dash af vinnu og einstöku handbragði Kidda sprautara er bíllinn orðinn rétt rúmlega snyrtilegur og eiginlega bara hrein fegurð :D   

Þegar fyrstu 2 leiðarnar voru búnar var 1 sek á milli okkar systkyna  en hinsvegar  var bíllinn hans Marra bilaður og gekk ekki hálfan snúning þegar farið var upp  á Tröllháls.  Við keyrðum eina ferð um Tröllhálsinn og færðum okkur svo upp að Uxahryggjum þar sem tvær fram og til baka ferðir voru eknar. Þegar þessu var lokið  hafði Marri bróðir dottið út og annar Tomcat og hinn Tomcat lenti í bilunum og tapaði hellingstíma en  bleika barnið var sem hressastur þrátt fyrir heldur klaufalegan útafakstur á Uxahryggjunum og stóðum við stelpurnar því í fyrsta sæti þegar Hengill og Gufunes -sem var keyrt öðruvísi en venjulega og keyrðu allir í halarófu og ræstu svo inn á leið og ég mundi ekki eftir einni beygju og hló svo mikið að Tinna heyrði ekki í sjálfri sér, svo héldum við að við værum komnar fram hjá flaggaranum sem var svo bara langt í burtu þannig að Tinna gargar allt í einu "ÞARNA ER FLAGGARINN!" - og við grétum úr hlátri! haha en við ókum þessar  leiðir jafnt og þétt og tryggðum okkur sigur í fyrsta ralli sumarsins J

 

c_documents_and_settings_guest_my_documents_my_pictures_bleiki_4485_1162634024540_1188518343_474327_3617233_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja úr því að svona vel gekk í fyrsta rallinu kom náttúrulega ekki annað til greina en að keyra rall nr 2 um Suðurnesin. hinsvegar kom babb í bátinn og gátu Suðurnesjamenn ekki séð sér fært að halda rallið en það kom upp á síðustu stundu og gafst því ekki tími til að setja saman annað rall á núll einni. en hópur snillinga settu saman Hamingjukvöld BÍKR upp á rallýkrossbraut þar sem allir fengu að spóla í hringi og svo var grillað og étið og sungið og drukkið :) ekkert smá gaman! Við Tinna mættum með bros á vör ásamt Bleika barninu og byrjaði ég á að setjast með Marra í við tinna á rallýkrossbrautinni skælbrosandi!cherokeeinn hans til að sjá nú aðeins brautina sem ég hafði aldrei keyrt áður, það var ekkert smá gaman en í leiðinni fékk ég þennan líka massífa sviðsskrekk og ætlaði nú ekki að farað gera mig að fífli með ömmulegum klaufaakstri en eftir smá tiltal þá skelltum við Tinna á okkur hjálmum og keyrðum nokkra hringi í brautinni og vííí hvað var gaman og við náðum meirað segja besta tíma af jeppunum samkvæmt eikkurjum klukkum :P hahah dekkjavæl og stuð :P tók svo Gumma litla bróður með tvo hringi og hann tók bara af sér hjálminn eftir hringina og kallaði mig stórklikkaða og hristi hausinn! hahahaha. svo tók bara við heitapottadjamm fram eftir morgni ;)

en jæja nú var barað bíða eftir þriðja rallinu um Snæfellsnes. mikið var lagt í undirbúning og komu endalaust af upplýsingum löngu fyrir rall og allt leit út eins og blómstrið eina alveg þar til veðurguðirnir s*i*tu í heyjið sitt og vegirnir voru gegnsósaðir af drullu og upp á heiðum var snjór en þá var barað hoppa yfir í plan B og nokkrir snillingar settu saman Snæ-Djúp rallið sem hljómaði upp á tvær ferðir ísólfskáli-djúpavatn- kleifarvatn og eina ferð öfugt og svo eitt kleifarvatn í lokin. stutt rall í mínútum út af litlum ferjuleiðum og fáum sérleiðum en langt rall einmitt út af fáum sérleiðum því hver leið var ansi löng. ´

Danni hafði farið með  mér upp á Djúpavatn til að sýna mér línur og smíða nýjar  nótur af því eftir mikið væl í mér að gömlu nóturnar væru krapp. ökuskóli Daníels var alveg að meikaða og fékk ég nýja sýn á þessa leið og ekkert smá hvað munar að vera með réttar línur. blaðsíðnafjöldinn fór úr 2 um hálfri blaðsíðu í 5 og því var nóg fyrir Tinnu mína að lesa þegar kom að Djúpavatnsralli ;) gerðar voru líka misheppnaðar tilraunir með rallýdekk undir bleika og var sú speki lögð ansi hratt á hilluna :)

Stuð við þessa keppni var líka að við rallýsystkynin vorum mætt öll þrjú þarna undir stýri í sama flokknum en hann Daníel hafði eignast eitt stykki hilux og ákvað að mæta á honum galvaskur með hana Gerðu ljósmyndaravinkonu okkar sér við hlið  :) 5248_1185401753719_1188518343_552365_8376053_s

 5248_1185548837396_1188518343_553319_6061593_n                                                                                                Danni og Gerða

                          á ofur hælúx

 

 

 Marri og Jónsi á sínum fagra Sjérljótskí eins og þeir kalla hann svo skemmtilega sjálfir :)

 

Við mættum við byrjun sérleiðarinnar snemma um morguninn í óttalega hráslagalegu veðri og báðar vorum við með óttalega drullu í maganum yfir þessu.. langar leiðar og djúpavatn verður hrikalega sleipt ef færi nú að rigna.  en fyrsta sérleiðin gekk gjörsamlega eins og nýsmurð klukka fyrir sig, fyrir utan smá útafakstur í kókópuffsinu í seinustu beygjunum á Kleifarvatninu þar sem við sprengdum dekk á ljótum stein.img_4741 Bleiki var æðislegur með nýja dempara og ég hafði ekki tímt að klaupa mér  ný dekk fyrir keppnina þannig að hringt var í hann  Sigga Óla sem lánaði okkur  dekkjaskurðargræjuna sína og við Tinna skárum í dekkin alveg hægri vinstri út og suður og hahaha váá fáránlegt hvað þetta gerði! þannig að við komum út af fyrstu leið á tímanum 25,50 sem var 13 besti tíminn af 19 keppendum. Danni og Marri höfðu stungið okkur slatta af, Gummi og Darri á Tomcat þrruuuumuðu út af við enda Djúpavatns og voru úr leik og við höfðum tekið 9 sek af Steina og Andra á hinum Tomcatinum.

                            Jói hjá mjög sprungna dekkinu:)

5248_1185400633691_1188518343_552339_7292819_n

smá asi á okkur á klöppunum :P

Fullar sjálfstrausts með bros á vör og hjarta lögðum við af stað á SS 2 og úff hvað rigndi! drullusvað og fínerí en dekkjaskurðarúbídúbíið okkar var klárlega að virka, það tók mig smá stund að átta mig á því að ég væri ekki að farað renna og slæda í drullunni eins og ég bjóst við og ekki sprengdum við dekk en færið var ansi mikið verra og við komum út af leið 2 á tímanum 26,09 og höfðum því misst þriðja sætið okkar til Tomcat manna. okkur langaði mjög að ná þriðja sætinu og raða okkur systkynum sem sagt í fyrstu þrjú sætin. og jæja þá var að spíta píínu í.. ekki of mikið því þá fer allt í vol en bara svona smá. ég var mjööög hress fyrir leið þrjú því  mér finnst djúpavatn frá Rvk mikið img_4774skemmtilegra og kann það mikið betur.  við keyrðum Kleifarvatnið mjög seif en gáfum okkur vel í Djúpavatnið og stuttu eftir vatnið sjálft fórum við að sjá í bílinn fyrir framan okkur og vorum komnar að honum stuttu seinna. við afleggjara Djúpavatns - Ísólfsskála tókum við framúr og keyrðum Ísólfskálann til enda eins og fínar konur á tímanum 26,13 eða 9 besta tímanum og þarna höfðum við minnkað bilið milli okkar og Tomcat manna þannig að 9 sek skildu okkur að.. og jeijj.. eitt Kleifarvatn eftir.. ég taldi þetta ómögulegt með öllu þar sem ég og Kleifarvatn eigum enga samleið og höfum aldrei átt.. þoli ekki svona hraðaleiðir og segi alltaf við fólk sem finnst kleifarvatn æðislegt að það ætti kannski barað fá sér kvartmílubíl.. en jæja við keyrðum hratt þar sem við þorðum og hægara á skerí köflunum og                 Bleiki bíllinn og Bleika rútan :D                  komum út á tímanum 4,10. þarna vissum við ekki upp á hár hvað hafði munað en ég hélt það væri nær 13- 15 sek og þegar Andri sagði mér að þeir hefðu tekið 4-21 yfir þá sagði égimg_6013 bara djöööfullinn, þið eruð að ná okkur með einhverjum 3 sek eða eitthvað! en hún Tinna mín var ekki alveg á þessu og á leið um krísuvíkurveginn fór hún að reikna og benti mér á að við hefðum nú líklega náð þessu og váááá píkuskrækirnir inní bleika bílnum! sææælll! hahaha . svo fengum við þetta staðfest þegar Danni kom og keyrði við hliðiná okkur með Jóa sér við hlið og þeir görguðu til okkar að við hefðum náð þessu með 2 sekúndum:)  þá var samansöfnun á plani hjá europris í hafnarfirði þar sem við knúsuðum alla í drasl og fengum bikar og alles aðra keppnina í röð  :D

 

 knús á Tinnu mína sem las í öðru rallinu sínu með mér gjörsamlega gallalaust leiðir upp á 7 þéttskrifaðar blaðsíður, bremsaði mig niður og sagði mér að standann. knús músin mín!img_5991

annað knúsið fá svo úlli og co sem skiptu um dekk hjá okkur eftir fyrstu ferð á met tíma

og svo náttúrulega frábæri servisinn okkar, jói, Ingó, Gulli, Ingó yngri og og og ALLIR hinir ;)

takk keppnishaldarar fyrir skemmtilega keppni :D

Takk Elvar Örn og Gerða fyrir myndirnar!

 Ásta Sigurðardóttir

Skagafjörður kemur svo inn á næstu dögum ;)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Frábær grein, ekki hætta að blogga  hlakka til að lesa um króksveltuna

Gerða (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Skemmtileg lesning, hlakka til að lesa um skagafjörðinn

Halldór Vilberg Ómarsson, 29.7.2009 kl. 09:25

3 identicon

Þú mátt nota myndir sem eru á hipporace til að fjalla um Skagafjarðarrallý

Gerða (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband