Ásta Sigurðardóttir

ég heiti Ásta Sigurðardóttir og fædd árið 1989 í Reykjavíkinni. Mamma mín og pabbi heita Anna Guðný og Sigurður og eru bestust í heimi. ég á eitt stykki albróður sem heitir Guðmundur og svo náttlega Danna og Marra sem koma frá honum föður mínum. ég bý með kærastanum mínum honum Steinari Vali ásamt tengdó,tveimur bræðrum hans og kærustu annars þeirra í Mosfellsbænum eins og mamma og pabbi. ég byrjaði að keppa í ralli með Danna sumarið 2006, Danni hafði þá fest kaup á evo 6 og gerðum við okkur lítið fyrir og sigruðum okkar fyrstu keppni. mig hafði dreymt um að fá að keyra með síðan Danni og Sunna kepptu á hondunni hérna fyrir allnokkrum árum og bara það að sá draumur hafi fengið að rætast  var alveg nóg fyrir mig þegar ævintýrið hófst og mig óraði ekki fyrir sigrum. en í lok keppnisárs 2006 höfðum við unnið 5 af 6 keppnum sumarsins og stóðum uppi sem íslandsmeistarar í grúppu N. keppnisárið 2007 hófst svo í maí og unnum við fyrstu þrjár keppnir sumarsins með miklum yfirburðum og vorum að keyra áberandi grimmast af flotanum, í Sauðárkróksrallinu brotnaði svo hjá okkur lítið stykki sem tengir saman millikassa og gírkassa ef ég skildi þetta rétt. og það varð til þess að engin dekk snérust á síðustu leið rallsins sem gilti ekki einu sinni til stiga og urðum við því frá að víkja þrátt fyrir um 2 mínútna forustu í rallinu. en við mættum hress og kát eins og alltaf í alþjóðarallið og verð ég að segja að það er skemmtilegasta keppni sem ég hef keppt og samt á ég varla slæma minningu frá keppnum! en í þessu þriggja daga ralli gerðist um það bil allt sem gat komið fyrir.. heilldísirnar virtust ekki alveg hafa augun á okkur allan tíman þótt þær fylgdust augljóslega með okkur því alltaf héldum við áfram. við keyrðum nánast túrbólaus allt rallið eftir að túrbínan fékk einhverja flensu, þegar við höfðum tekið góða forustu á fyrsta degi eftir djúpavatn var svo keyrð lítil innanbæjarleið í grafarvoginum um gufunes og þar keyrðum við á bjarg í vegkantinum og tókum svo til annað hornið af bílnum.. og ekki ætlaði það að hætta því drifskaftið hrundi undan hjá okkur á degi tvö og við það komum við seint inn í tímvarðstöð og fengum því refsingu. til að gera langa sögu nokkuð stutta þá ræstum við inná djúpavatn,seinustu leið í rallinu og örfáar sekúndur voru þá á milli okkar og Jónba og Borgars og við Danni tókum á honum stóra okkar og unnum rallið sem tryggði okkur íslandsmeistara titil annað árið í röð auk sigurs í alþjóðarallinu sem er æðislegt. það móment þegar tímarnir komu í ljós það var án nokkurs vafa besta móment á allri minni ævi, djúpavatnið var krökkt af áhorfendum og vinir og ættingjar tóku á móti okkur við enda leiðarinnar!

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Ásta Sigurðardóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband