laugardagurinn, blóð,sviti,pínu tár, oltinn cherokee og endalaus hamingja!

við byrjuðum að keyra Stapann á laugardagsmorgninum. gekk aðeins betur heldur en ferðin deginum áður en full mikil læti í stelpunni þrátt fyrir það.. við sprengdum allavegna ekki dekk! en bíllinn var vægast sagt ömulegur í ganginum en Jóa tókst að fikta í pikkinu sem stjórnar því hvernig bíllinn skiptir sér eftir leiðbeiningum Steinars og við ræstum þannig inn á kleifarvatnið sem var algjört mega æði pæði.. vældi alveg af hamingju á leiðinni þegar við náðum 150 á beina kaflanumLoL

eftir kleifarvatnið tók Ísólfsskáli - djúpavatn við. þar byrjuðum við á að keyra fram hjá hilux stopp út á miðjum vegi og svo fram hjá Sigga og Ísaki í fögrum pollagöllum stopp út fyrir veg. gamanið hjá okkur dó svo á hrottafenginn hátt þegar við komum að vinstri beygjunni þegar djúpavatnið er á vinstri hönd aðeins neðar. ég ætlaði að passa mig ægilega mikið því ég snéri bílnum þarna þegar ég var að keyra þarna um daginn og þá var ég ekki á neinni siglingu.. þannig að ég hægði vel á mér en bíllinn rann bara í allt aðra átt en ég var að stýronum og ég reyndi að gefa í til að bjarga þessu en ekkert gerðist og þá fraus ég  bara á bremsunni og off we go!velta

eldhærðslan í mér tapaði sér þarna og ég gerði ekkert nemað garga á Steinunni að koma sér út.. af með beltin og útútút!! Það gekk mjög vel og við vorum í fínu standi fyrir utan blóðuga andlitið á Steinunni eftir að flís fór í kinnina á henni eftir að rúðan brotnaði í andlitið á henni og svo beit hún í vörina þannig að þetta var ægilega útumallt. tveir góðir menn rönnuðu til okkar og Siggi,Ísak og fleiri komu svo í eftirfaranum. við vorum reknar inn i bíl og ísak varð eftir hjá beyglunni minni.

leið okkar lá beint til Danna þar sem við fengum hvítvín og Steinunn andlitsþvott. Stuttu seinna fengum við þær fréttir að Pétur og Heimir væru búnir að taka forustuna í rallinu eftir að hafa þurft að taka fram úr Jómba og Bogga á Djúpavatni!  vá hvað þetta bætti upp fyrir oltna bílinn sem ég var búin að eyða öllum peningunum mínum í! 6an okkar Danna vissi leiðina að fyrsta sætinu ,það er bara svoleiðis!

flottastir

 

 

 ég vil óska Pétri og Heimi og öllu þeirra liði endalaust mikið til hamingju með þeirra fyrsta sigur á 4w bíl og í framhaldi af því til hamingju með forustuna á Íslandsmótinu.. klapp klapp klapp. hérna eru þeir búnir að taka fram úr Jónba og Bogga á Djúpavatninu. myndin kemur frá Elvari Erni

knús og klapp fá svo að sjálfsögðu hinir ægifögru Marri og Jónsi fyrir þriðjasætið og geislandi fegurð. held að þeir fái pott þétt vinninginn fyrir lengsta stökkið í rallinuflug!

 

 Marri og jónsi á fluginu! myndin kemur frá elvari Erni.

 

 

knús og kossar til Steinars, Jóa og Gríms servis kalla auk Ásgeirs sem fór á treiler til að sækja bílinn minn. knús fá svo auðvitað Gerða og Díana fyrir að nenna að taka myndir í þessu veðri sem við fengum! luvv til Dannans míns fyrir að vera til og knúsla okkurKissing

heiðarleg tilraun var gerð til að fagna deginum.. eða syrgja daginn og fagna með Pétri og Heimi en á þeim tímapunkti var ég farin að kenna til eimsla í hálsi og þriggja tíma svefninn nóttinni áður var ekki að gera kraftaverk, þannig að enn einu sinni dó djammið og rúmið tók við.

þetta virðast vera aðalega boddýskemdir á bílnum mínum.. hann fór allavegna í gang á sunnudaginn og ég keyrði hann frá hfj og upp á höfða. við stefnum á að mæta hressar til leiks 5 júlí á snæfellsnesið.

 

Ásta Sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæææl mín kæra bleika, bleika!

Ekki vissi ég að þú ættir svona fína, fína síðu!!! Til hamingju með hana..  Nú er það bara að vera alvöru og búa sér til myspace, haha..

Þú kannski annað hvort sendir mér email-ið hjá þér eða sendir mér í sms eða email passwordið inná síðuna og ég get bara skellt myndum af bílnum inná síðuna..?

Día Rauðka (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 23:18

2 identicon

Ég setti nú netfangið með en vefslóðin virðist vera frekari - amk diana_huld@hotmail.com eða 865-3210 ;)

Día Rauðka (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 23:23

3 identicon

Hjálpaði þér aðeins með aðalmyndina hér uppi og lét hana koma flottari inn..

Læt inn myndirnar við fyrsta tækifæri!

Día Rauðka (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 03:03

4 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

 Skemmtilegir pistlar, það verður gaman að fylgjast með. En viltu ekki frekar fá myndir af bílnum þínum :)

endilega hafðu samband elvarorn@heimsnet.is

Elvar Örn Reynisson, 14.6.2008 kl. 08:43

5 identicon

Hæ sæta skvís

Má ég fá aðgangsorðið til að setja inn fallegar myndir, glæsilegar pósur og smá horror?

Kveðja, Gerða gerda_gunn@hotmail.com

Gerða (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband