ýmislegt skemmtilegt og kannski pínu fróðlegt! hver veit...

 

Halló fallega fólk!

 

Ég vil byrja á að óska elsku bestasta Dannanum mínum í öllum heiminum til hamingju með SIGURINN í Rallinu sem hann keppti í núna síðastliðinn Sunnudag sem hét Mid Wales Stages í Bretlandi. Þvílík hamingja! Ég sver það, ég ætlaði að redda mér flugi bara einn tveir og þegar ég heyrði fréttirnar til að geta gefið stærsta sigurknús í heimi og sungið dilla dilla lagið! Hann sló stóru strákana á ofurbílunum bara útí móa og var að taka Frábæra tíma ásamt Andrew Sankey sem keppti með honum úti. Það lyggur við að ég leggi af áróður minn um að karlmenn geti bara gert eitt í einu því það er meira en að segja það að keyra fulla ferð leiðir sem þú ert að keyra í fyrsta sinn og hlusta alltí einu á nótur á öðru tungumáli en þú hefur hlustað á í ralli síðustu MÖRG árin eins og Danni.. vinstri tveir yfir hæð kreppist  verður Left two over crest tightens.. eins gott að einbeitingin sé í topp lagi plús það að þessir bresku gæjar eru með hreim DAUÐANS! Ég tel mig skítsæmilega í enskunni en stundum skil ég bara ekki orð hjá þessu liði þarna úti!

Mig langar að sjá þá fara saman í umferð í Bresku meistarakeppninni. Sankey þekkir Bretland eins og lófann á sér og hefur kóað í fleiri hundruð röllum.

luvvv

 

Það var aðeins meira mál en áhorfðist að laga fína bílinn minn þó allt gangi á hinn besta veg. Þar af leiðandi verður sæti cherokeeinn ekki með á Snæfellsnesinu, en mun mæta afar fallegur til leiks á Krókinn og við stelpurnar hlökkum mikið til að vera með þar.

 

En ég mundi ekki missa af rallinu þó líf mitt lægi við! Þannig að ég mun vera mætt með vídjó kameruna æst á slaginu tíu á laugardaginn 5. júlí að filma herlegheitinJ

 

Það átti að keyra þessar leiðar á Snæfellsnesinu í Haustrallinu í fyrra en var hætt við vegna úrkomu í meira lagi og gegnum sósuðum vegum. En við Steinar fórum og skoðuðum leiðarnar (áður en rigningin kom) og nótuðum allt saman og þessar leiðar eru bara Geggjaðar!

 

Tímamaster er að finna hér

 

Eins og sjá má á honum er fyrsta leið Laugardagsins ekin um Bersekjahraun. Hún er mjög auðfundin fyrir fólk sem langar að koma og horfa. Þegar þú ert búinn að keyra í gegnum svona skarð eða dal eða hvað maður vill kallaða (þegar maður er búinn að beygja til vinstri eftir Borgarnes og búinn að beygja til hægri hjá bensínstöð.. það eru skilti þarna sem skýra þetta klárlega betur út en ég)  þá kemur maður að T gatnamótum (vinstri til Ólafsvíkur (eða fjarðar.. manekki) og svo hægri til Stykkishólms. Til að komast á Bersekjahraun þá beygirðu til vinstri og þá er þetta svo bara örfáum metrum seinna á vinstri hönd.. maður getur svo parkerað bílnum sínum snirtilega út í vegkanti og labbað með heita kakóið og útileigustólinn og myndavélina og horft á bílana þeysast um þarna.

Það skiptir litlu sem engu hvar þú plantar þér á þessari leið því hún er ekkert nema beygjur og jump og læti! Æði pæði. Ég þar!

 

Eithvað er þetta breytt síðan í fyrra en þetta rall er eintóm hamingja fyrir alla rallýunnendur hvort sem það eru keppendur eða áhorfendur því leiðirnar eru svo kræklóttar og trikkí. Plús það að það er alveg æðislega fallegt á Snæfellsnesinu. Þetta er reyndar soldil keyrsla en maður þarf barað skipuleggja sig vel upp á hvað maður vill horfa á!

Til dæmis er einsog ég er búin að blaðra um hérna fyrir ofan fyrsta leið keyrð um Bersekjahraun. Þá er maður búinn að koma sér vel fyrir þar í FRÁBÆRA VEÐRINU SEM Á AÐ VERA UM HELGINA. Leið þrjú er líka um Bersekjahraun þannig að það tekur því ekki að reynað æsa sig að ná leið númer tvö um Hjarðarfellsdal-Vatnaheiði.

En það eru svo klt frá því að fyrsti bíll fari inn á leið 3 (bersekjahraun) og þangað til þeir ræsa inn á leið fjögur um Tághálsa-Bárðarhaug þannig að ég gæti trúað því að ef maður er ekki í miklu labbi inn á Bers.hrauni þá gæti maður náð að sjá hana líka og farið svo beint inn á leið 5 um Breið.. ef maður er svo tæpur eftir leið 3 þá getur maður verið rólegur og tekið bara beint leið 5.

Svo fer maður og fær sér að éta á Ólafsvík osfrv osfrv.. þið fattið hvað ég er að fara! Nefnilega ef maður ætlar að reynað ná öllum leiðunum í rallinu þá ertu bara að rúnta og sjá brot og brot hér og þar sem er ekki kannski það sem maður ætlaði að sjá!

 

Ég hlakka allvegna til að sjá sem flesta á Snæfellsnesinu í keppni og horfa í skini og skúrum! (en aðalega roklausu skini! Er búin að panta eðalveður!

 

luvv

Ásta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

 Hlökkum til að sjá ykkur í stuði á Króknum.

Kv  Lulla

Sigurlaug Dóra (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband