sagan af bílnum

jæja nú er sumarið að koma! sem þýðir rallý,sól,grænt gras,útileigur og allt það sem gleður mig mest!

ég hafði verið að spekúlera síðan í haustrallinu í fyrra að keyra sjálf og var orðin rosa heit fyrir þvi að kaupa team-seastone súkkuna sem Marri bróðir keppti á hérna í denn en eftir miklar spekings pælingar með jeppamanninum mínum mikla honum Steinari þá féllst ég á að kaupa cherokee... ég sem sagðist ekki ætlað kaupa sjálfskiptan bíl né jeppa... og hvað geri ég .. kaupi sjálfskiptan jeppa.. en jæja.. þetta var ákveðið 27 apríl eða þremur viku fyrir keppni. Cherokee aðdáandinn mikli hann Ingólfur átti til eitt stykki sem var með smotteríis bilunum eins og bilaðri stýrismaskínu og sonna sem var gert við strax á mánudeginum meðan ég reif innréttinguna úr bílnum.

c_documents_and_settings_sta_my_documents_my_pictures_margt_161_547071.jpg

 

um helgina fóru svo Jói og Steinar af mikilli snilli að smíða veltibúrið í bílinn.. nokkrir metrar af rörum voru sett á innkaupalistann og minn maður var með dash af rafsuðublindu eftir verkið.

margt 168 ótrúlega duglegir að beygja!

þegar búrið var svo komið auk stólafestinga þónokkrum klukkustundum og 27 metrum af röri seinna þá var ég sett í að þrífa bílinn að innan undir málverk. og þar sem Steinar þurfti að fara í aðgerð á hnénu um morguninn þá var ég ein niðri á verkstæði,æjilega ánægð með mig, sópaði bílinn allan að innan og gekk svo um gólf og leitaði að efni til að þrífann.. hvað átti ég að nota til að þrífa svona drullu.. ég greip þennan fallega úðabrúsa úr hillunni, les snögglega á hann þar sem stendur að þetta þrífi auðveldlega í burtu ýmis óhreinindi ,og svo var talið upp ýmislegt sem ekki er gaman að þrífa burtu.. ég hristi brúsann og úða þessu dulega ÚTUM ALLAN BÍL og næ mér svo í pappír og tuskur og strík og pússa æjilega glöð með þennan dugnað.. en hinsvegar þegar kom að því að ég ætlaði að farað mála bílinn fína þá strauk í lauslega yfir skottið og fannst þetta nú heldur fitugt og asnalegt.. hringdi hissa í Steinar og spurði hann því þetta leit út eins og málningin mundi ekki festast við.. eins og ég hefði smurt bílinn með smjöri.. minn maður var ekki glaður með mig á þeirri stundu sem ég sagði honum að ég hefði notað WD 40 á bílinnWhistling hahaha þannig að ég þurfti að þrífann allann aftur með bremsuhreinsiFrown ég man þetta næst!

nú var bíllinn orðinn fallega svartur að innan ( Heimir benti mér reyndar pent á að það væri ástæða fyrir því að rallýbílaflotinn væri hvítur að innan.. en við verðum þá bara sveittar og sætar þegar gula vinkona okkkar lætur sjá sig í sumar)fannst svartur bara meira kúl.og meðan strákarnir mössuðu undirvagninn á bílnum þá sat ég inní honum og málaði hann bleikann að innan.

margt 177

 og við fengum þetta fína stýri sem var mixað í.. stólafestingarnar voru jú komnar..búið að rífa topplúfuna úr og setja í staðin plötu, og ditta að bílnum að innan, búið að setja nýja dempara í hann allan hringinn, klippa af gormunum, gera pústið fínt, setja einhverja ofur ofur síu og ofur eithvað loftsístem ofan á mótorinn og ég átti að fá að farað keyra fína bílinn minn! Steinar og Ingólfur fóru út að prófa meðan ég sópaði og gekk frá en þegar þeir komu hinsvegar til baka þá var svipurinn á þeim ekki upp á tíu og var mér tilkynnt um það að mótorinn í nýja bílnum mínum hefði yfirgefið samkvæmið.. olíuþrýstingurinn fallið á ljóshraða og allt í mauki.. þetta var á sunnudagskvöldi, viku fyrir keppni.. þannig að það var hringt og fundinn mótor sem passaði í, ónýti rifinn uppúr á tveimur tímum og á mánudagseftirmiðdegi  var  byrjað að mixa hinn ovaní. Hann Ingólfur hafði víst gert þetta aðeins of oft (cherokíinn klikkar aldrei, er uppáhaldssetningin hans Ingólfs, en mótorskiptingar í gríð og erg eru nú ekki beint traustvekjandi!haha) en þar af leiðandi tók verkið mjög stutta stund og loksins fékk ég að fara út að keyra! alsæl með gripinn.

margt 199mótorinn rifinn úr

ég fékk Steinunnina mína Gustavsdóttur til að koma með mér í herlegheitin og við rúlluðum yfir leiðarnar einu sinni á bílnum hans Ingólfs þar sem ég sýndi henni nótur og svona hvað við  værum að fara útí þar sem ég hefði getað farið með hana að veiða og sagt henni að þetta væri rallý og hún hefði ekki sett neitt út á það þar sem mótorsportið var ekki beint hennar síðustu misseri.skoðunarbíllinn en stelpan stóð sig vel og hömruðum við á hvorri annari að við værum að fara til að hafa gaman þannig að þótt hún færi að lesa lyngdalsheiði þegar við mundum ræsa inná djúpavatn þá mundi enginn gera í sig heldur mundi hún bara syngja fyrir mig : nú á ég fullt af úrvals kartöflum úr lion king og dilla okkur í kór. raunin var nú ekkí sú og fékk ég bara að heyra lagið tvisvar í keppninni og þá ekki nema hálft þar til hún var aftur komin úr lion king nótunum yfir í rallýnóturnar og allt að gerast!

 

ég keyrði eins hratt og ég þorði og hafði alveg hrikalega gaman að. bíllin var skemmtilegur, samstarfið milli okkar Steinunnar var uppá tíu og þrátt fyrir heldur misheppnaðar tilraunir mínar til að sýna snilli mína fyrir ljósmyndurum þar sem við kíktum hressilega í pikknikk á djúpavatninu (fyrir þá sem þekkja til þá var það í vinstri beygjunni eftir langa kaflann þar sem allt var á floti í haustrallinu í fyrra) en það reddaðist og var klárlega ekki eins yfirþyrmilega glatað og þegar mér tókst að snúa bílnum í u beygjunni á lyngdalsheiðinni og þurfti að taka Austin powers atriðið þegar hann er á miniinum að leggja í stæði... bakka áfram bakka áfram.. gaurinn á myndavélinni var meirað segja hættur að taka myndir þetta var orðið svo langdregið hjá mér! en mér tókst að taka sílsabrettið af öðru megin sem var eitt af markmiðum mínum en því miður beyglaði ég pústið mitt svo herfilega saman að greyjið náði ekkert að pústa út og varð því miður skemmtilegur þar sem hann skipti sér ekkert og fretaði bara og fúskaði mér til lítillar gleði og olli servisnum hugarangri þar sem við héldum að skiptingin væri að fara.. úrskýringar mínar á gangi bílsins var víst ekki upp á tíu, það er ekki nóg að leika það með hljóðum hvernig bíllinn lætur.. en góður leikur hjá mér samt!

vorrallý 2008

en við stöllur kláruðum rallið sem er meira en margur maðurinn.. og vona ég svo sannarlega að meðlimir hins cherokeesins í keppninni standi við orðin og gangi í bleikum g-streng þar til þeir vinna okkur vinkonurnar en þeim tókst að sprengja dekk á föstudeginum og taka svo hjólið undan bílnum á laugardeginum... góðir!

Marri bróðir kláraði í þriðja sæti over all og við Steinunn í þriðja í jeppaflokki! við Marri vorum með það alveg á kristal tæru að við værum LANG flottust.. mér finnst reyndar þessi fíni bikar minn passa ákaflega illa á verðlauna hilluna innan um aðeins og eingöngu fyrsta sætis bikaraCool kokkíkokkí!

knús og kossar til þeirra sem styrktu okkur en við fengum græjuna á smotterí ásamt ýmsu dóti og notkun á verkstæðinu frá Ingólfi og Kjartani í GK viðgerðum. frá bílabúð Benna fengum við þessi æjilega fínu Toyo dekk, vagnar og þjónusta lögðu okkur lið, Jón  í Jon´s Garage prentaði hina fallega bleiku límmiða á bílinn og síðast en ekki síst er það náttúrulega Renniverkstæði Ægis og hann ægi fagri Steinar minn sem á ALLAN heiður skilið af þessu verkefni og vann í bílnum langt fram á nætur, þrátt fyrir slitinn liðþófa í hnénu. kysskysskyss!

svo ég haldi þakkagjörðinni áfram vil ég senda knús á Jóa sem hjálpaði við smíði bílsins, Elvari sem smíðaði pústið, Fylki sem lánaði okkur hjálm, Himma sem reddaði mótor í einum grænum, ellingsen sem gaf mér sjúkrapúðann, osfrv osfrv...

en núna eru örfáir dagar í að ég og minn allra fagrasti púði hann Daníel ásamt ofur skrúfara Steinari förum til Bretlands. miklar viðgerðir hafa verið í gangi á Evo 9-unni úti eftir heldur harkalegt obbosí. en við mætum brosandi til leiks og gerum það sem við gerum best!

null

myndir koma í myndaalbúmið fljótlega... eða þegar tölvan mín áttar sig á því að hún á að vinna hraðar en mannsheilinn.. sem hún er klárlega ekki að skilja... algjör ljóska!

Ásta Sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Hæ hæ.

Virkilega skemmtilegur pistil hjá þér Ásta og gaman að sjá myndir frá cherokee smíðinni.

P.S.gangi ykkur vel um helgina í útlandinu.

Kveðja,Dóri

Heimir og Halldór Jónssynir, 28.5.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband